Tekur Staunton við hlutverk drottningarinnar?

Imelda Staunton.
Imelda Staunton. AFP

Leikkonan Imelda Staunton er orðuð við hlutverk Elísabetar Englandsdrottningar í 5. og 6. seríu af The Crown. The Daily Mail greinir frá. 

Staunton myndi taka við keflinu af Oliviu Colman, sem er nýbúin að taka við því af Claire Foy. Colman fer með hlutverk drottningarinnar í þriðju seríunni sem fór í loftið um síðastliðna helgi á streymisveitunni Netflix. Colman mun svo fara með hlutverk hennar í 4. seríu. Leikkonan Foy fór með hlutverk hennar í fyrstu og annarri þáttaröð af The Crown. 

Hin 63 ára Staunton er orðuð við hlutverkið en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Vera Drake árið 2004. Hún er þó mun þekktari fyrir hlutverk sitt sem skúrkurinn Dolores Umbrigde í Harry Potter-kvikmyndunum.

Staunton fór einnig með hlutverk Lady Maud Bagshaw í kvikmyndinni Downton Abbey sem kom út fyrr á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant