Sá neista á milli tveggja Harry Potter-stjarna

Rupert Grint fór með hlutverk Ron Weasly í Harry Potter.
Rupert Grint fór með hlutverk Ron Weasly í Harry Potter. Wikipedia

Leikarinn Rupert Grint, sem er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt í Harry Potter-kvikmyndunum segir að hann hafi alltaf séð neista á milli Emmu Watson og Tom Felton. 

Watson fór með hlutverk Hermione Granger en Felton fór með hlutverk erkióvinar þeirra Watson og Grint, Draco Malfoy. 

„Það var alltaf eitthvað. Það var smá neisti,“ sagði Grint í viðtali við Entertainment Tonight en hann kynnir nú nýja þætti sem hann leikur í. Þættirnir heita The Servant og eru sýndir á AppleTv+.

Grint sagðist ekki vilja búa til eitthvert slúður um þau, en segist hafa tekið eftir einhverjum neista þegar þau léku öll saman í Harry Potter-kvikmyndunum. 

„En við vorum krakkar. Þetta var eins og hver önnur leiksvæðisást,“ sagði Grint og bætti við „Það voru aldrei neinir neistar hjá mér. Ég var neistalaus.“

Emma Watson.
Emma Watson. JOHANNES EISELE
Matthew Lewis, Emma Watson og Tom Felton.
Matthew Lewis, Emma Watson og Tom Felton. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant