JT kom sér í vandræði með óþekktri leikkonu

Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake.
Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake. AFP

Íslandsvinurinn Justin Timberlake komst í fjölmiðla um helgina fyrir að halda í hönd mótleikkonu sinnar, Alishu Wainwright, á skemmtistað. Timberlake og Wainwright leika nú saman í kvikmyndinni Palmer í New Orleans. Heimildarmenn segja þó Timberlake og Wainwright bara vini. 

Myndir af þeim Timberlake og Wainwright birtust á vef breska götublaðsins The Sun. Er Timberlake sagður hafa litið út fyrir að vera mjög drukkinn en hann sást meðal annars halda í hönd hennar og Wainwright sást einnig hvíla aðra höndina á læri söngvarans. 

Justin Timberlake er kvæntur Jessicu Biel.
Justin Timberlake er kvæntur Jessicu Biel. AFP

Aðrir erlendir miðlar hafa fjallað um málið og segja heimildarmenn myndirnar hafa gefið ranga mynd af sambandi þeirra Timberlake og Wainwright. 

Heimildarmaður People sem var á staðnum segir að ekkert hafi átt sér stað. Segir hann að samskipti þeirra hafi verið sakleysisleg. Timberlake og Wainwright voru með fullt af öðru fólki úti að skemmta sér. 

Heimildarmenn ET segja að Timberlake og Wainwright séu eins og systkini og að þetta kvöld hafi leikarar og tökulið farið út að skemmta sér, ekkert meira. Þar að auki segir talsmaður leikkonunnar að ekkert sé hæft í fréttum um þau Wainwright og Timberlake. 

Justin Timberlake kvæntist leikkonunni Jessicu Biel árið 2012 og saman eiga þau fjögurra ára gamlan son. 

View this post on Instagram

✌🏽✌🏽✌🏽

A post shared by Alisha Wainwright (@alishawainwright) on Nov 5, 2019 at 1:26pm PST

 

mbl.is
Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að gera alltaf það sama og búast við nýjum niðurstöðum er ekki leiðin til framfara. Mundu að sókn er besta vörnin.
Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að gera alltaf það sama og búast við nýjum niðurstöðum er ekki leiðin til framfara. Mundu að sókn er besta vörnin.