Instagram herjar á klámstjörnur

Alana Evans er forseti Samtaka leikara í klámiðnaðinum.
Alana Evans er forseti Samtaka leikara í klámiðnaðinum. Skjáskot/Instagram

Hundruð klámstjarna og vændiskvenna hafa misst reikninga sína á Instagram á þessu ári og margar þeirra segja að það gildi ekki það sama um þær og aðrar stjörnur.

Alana Evans, forseti Samtaka leikara í klámiðnaðinum, Adult Performers Actors Guild, segir að hún eigi að geta birt myndir á Instagram-reikningi sínum líkt og aðrar frægar konur. Raunveruleikinn er hins vegar sá að ef hún myndi gera það yrði reikningnum hennar eytt af Instagram. 

Evans hefur verið leiðandi í umræðunni síðustu mánuði og heldur utan um lista af klámstjörnum sem hafa mist Instagram-reikninga sína. Á listanum eru 1.300 stjörnur sem misstu reikningana sína fyrir að hafa brotið reglur Instagram, þrátt fyrir að hafa hvorki sýnt nekt né kynlíf á reikningnum sínum.

„Þau eru með fordóma gagnvart okkur af því þeim líkar ekki við lífsviðurværi okkar,“ sagði Evans í viðtali við BBC. Evans hefur barist fyrir því að klámstjörnum og vændiskonum sé ekki mismunað á þennan hátt.

View this post on Instagram

Alana backwards is anala 😆 #camlife #mynameinlights #anala

A post shared by Alana Evans (@alanaevansxxx) on Oct 8, 2019 at 10:22pm PDT

Hún ásamt fleirum fengu fund með talsmönnum Instagram í sumar en síðar í sumar slitnaði upp úr viðræðunum. Í kjölfarið hefur fleiri reikningum klámstjarna og vændiskvenna verið eytt. 

Það sem var síðasta stráið að mati Evans var þegar reikningur klámstjörnunnar Jessicu Jaymes var fjarlægður eftir andlát hennar. 

„Þegar ég sá að reikningi Jessicu hafði verið eytt, sökk hjartað í mér. Það var síðasta stráið,“ sagði Evans. 

Jaymes heitin var með yfir 900 þúsund fylgjendur á Instagram, en reikningurinn var settur aftur í loftið.

Ginger Banks er ein þeirra fyrstu sem var tilkynnt til …
Ginger Banks er ein þeirra fyrstu sem var tilkynnt til Instagram. Skjáskot/Instagram

Síðla árs 2018 hóf einhver manneskja, eða hópur fólks að tilkynna klámstjörnur og vændiskonur til Instagram í þeim tilgangi að fá reikningum þeirra eytt af samfélagsmiðlinum. 

Þessum tilkynningum fylgdi og áreitni og hótanir í garð klámstjarnanna. Einstaklingurinn sem hóf þessa herferð gegn klámiðnaðinum gengur undir nafninu Omid og montar sig reglulega af árangri sínum. 

Klámstjarnan og baráttukonan Ginger Banks var ein af þeim fyrstu sem varð fyrir barðinu á Omid.

„Þegar þú hefur lagt mikinn tíma og metnað í að byggja upp reikning með yfir 300 þúsund fylgjendur og hann fer í ruslið þá líður manni eins og maður sé sigraður. Jafnvel þótt þú fylgir reglunum sem settar eru þá er reikningnum samt eytt. Það er það sem er mest pirrandi,“ sagði Banks í viðtali. 

Hún segir að það að eyða reikningum klámstjarna og vændiskvenna af samfélagsmiðlum sé tilraun til þess að jaðarsetja þessa hópa enn frekar. Samfélagsmiðlar eru aðaltólið þeirra til markaðssetningar og stundum það eina sem þær hafa til þess að auglýsa sig. 

„Fólkið sem tilkynnir okkur skilur ekki að þetta hefur áhrif á lífsviðurværi okkar, eða þeim er alveg sama. Þeim finnst við ekki eiga að vinna við þetta eða að þessi starfsgrein eigi ekki að vera til,“ sagði Banks. 

View this post on Instagram

So much fun at the @vixenxofficial Halloween party! I got to meet so many fun & nice people ☺️Photo by @darthmairon ❤️

A post shared by Ginger Banks (@thegingerbanks) on Nov 2, 2019 at 8:37am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson