DeGeneres gleymdi afmæli Dakota Johnson

Dakota Johnson hefur sýnt það og sannað að hún er …
Dakota Johnson hefur sýnt það og sannað að hún er með bein í nefinu. mbl.is/AFP

Dakota Johnson átti frábært augnablik þegar hún mætti þáttastjórnandanum góða Ellen DeGeneres á dögunum. Sú síðarnefnda óskaði henni til hamingju með 30 ára afmælið og áminnti hana síðan fyrir að bjóða sér ekki í boðið eins og hún gerir gjarnan við viðmælendur sína. 

„Þú áminntir mig fyrir þetta síðast, svo ég sá til þess að bjóða þér núna. Ég vissi hins vegar ekki áður að þú hefðir einhvern áhuga á mér yfir höfuð og þess vegna bauð ég þér ekki í fyrra,“ sagði Johnson.

„Af hverju ætti mér ekki að líka við þig? Ég býð þér oft í þáttinn.“

„Já, en mér hefur bara ekki liðið eins og þér líki eitthvað sérstaklega við mig,“ svarar Jonson snögg upp á lagið og bætir við að hún hafi boðið DeGeneres í þrítugsafmælið þótt hún hafi ekki séð boðið. DeGeneres spyr aðstoðar fólk sitt hvar hún hefur verið og kemst svo að því að hún hafi sennilega ekki verið í borginni. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.