Enn einn hallarþrjóturinn stígur fram

Hin fingralanga Camila Cabello hefur viðurkennt glæpinn.
Hin fingralanga Camila Cabello hefur viðurkennt glæpinn. AFP

Enn einn hallarþrjóturinn hefur stigið fram og viðkurkennt að hafa stolið úr Kensington-höll. Tónlistarkonan Camila Cabello steig fram á dögunum og greindi frá því að hún stal blýant úr höllinni. 

Cabello var stödd í höllinni til að fagna ungum vonarstjörnum bresku þjóðarinnar. Hún sagði frá því í viðtali að Greg James, starfsmaður BBC, hefði manað hana til þess að stela einhverju til þess að minnast heimsóknarinnar. 

Cabello viðurkennir að hún hafi þurft að standast áskorunina og stal því blýant sem James sagði henni að taka. Hún setti blýantinn í veski hjá móður sinni. Um leið og hún hafði framið glæpinn kom James upp um hana og hrópaði upp að hún hafi stolið blýantinum. 

Hún ákvað þó ekki að skila honum þrátt fyrir að mamma hennar hafi viljað það. „Þannig að ég á hann enn þá. Mér þykir þetta leitt Vilhjálmur og Katrín. Í alvöru, ég gat ekki sofið seinustu nótt. Ég þurfti að segja frá þessu,“ sagði Cabello í viðtalinu. 

Fréttinni af viðtalinu var síðar deilt á Twitter-síðu breska ríkisútvarpsins og ekki leið á löngu þar til Vilhjálmur og Katrín sáu fréttina. Þau svöruðu fréttinni með tjákni eða „emoji“ af augum. 

Cabello fer því á sótsvartan lista yfir stjörnur sem hafa hagað sér illa í höllinni. Á listanum eru meðal annars Olivia Colman, Bítlarnir og Stephen Fry.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.