Mikið er ort á Austurlandi

Magnús Stefánsson með nýjar útgáfubækur ársins.
Magnús Stefánsson með nýjar útgáfubækur ársins. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ljóðahefðin á Austurlandi er sterk, hvað sem ræður. Úr þessum landsfjórðungi hafa komið nokkur þekkt skáld og á líðandi stundu búa hér og starfa margir sem svo sannarlega má telja til skálda,“ segir Magnús Stefánsson, formaður Félags ljóðaunnenda á Austurlandi.

Á bókamessu í Hörpunni um sl. helgi kynnti Magnús bækurnar þrjár sem félagið gefur út á þessu ári. Sú fyrsta kom út í júní, Minning þess gleymda eftir Svein Snorra Sveinsson á Egilsstöðum. Bókin, sem er 120 blaðsíður, er í flokknum Austfirsk ljóðskáld en árlega hefur ein bók komið út í flokknum frá 2001.

Þá er nýlega komin út fyrsta þýdda ljóðabókin sem félagið gefur út. Nefnist hún Þegar fólkið er farið heim. Frumhöfundur hennar er norska skáldið Hans Börli, skógarhöggmaður í Heiðmörk. og þýðandi er sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, fyrrverandi sóknarprestur á Egilsstöðum. Ljóð Heiðmerkurskáldsins heilluðu Vigfús og freistuðu til glímu við þýðingar þeirra á íslensku. Þriðja ljóðabók félagsins á þessu ári nefnist Eins og tíminn líður. Höfundur hennar er Guðný Marinósdóttir frá Seyðisfirði, nú búsett á Akureyri.

„Ljóðastarfið hefur verið skemmtilegt ævintýri Allt byrjaði þetta árið 1996 sem skemmtilegt félagsstarf. Svo fór boltinn að rúlla með útgáfustarfi og nú eru bækurnar okkar á tuttugu árum orðnar alls 36,“ segir Magnús Stefánsson. Útgáfan byrjaði með bókinni Raddir að austan með ljóðum eftir 122 austfirsk skáld sem út kom 1999.

„Litlu félagi eins og okkur er mikilvægt að taka þátt í menningarviðburði eins og bókamessu. Sýna okkur og sjá aðra og vekja athygli á menningarstarfi,“ segir Magnús Stefánsson sem lengi var kennari og aðstoðarskólastjóri á Fáskrúðsfirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.