Schwarzenegger yfir 500 milljarða markið

Arnold Schwarzenegger kynnir nýjustu myndina um Tortímandann, Dark Fate.
Arnold Schwarzenegger kynnir nýjustu myndina um Tortímandann, Dark Fate. AFP

Arnold Schwarzenegger hefur með nýjustu myndinni um Tortímandann skilað kvikmyndaverunum yfir 500 milljörðum króna í tekjur. Kappinn varð 72 ára í júlí.

Tekjur sjöttu myndarinnar um Tortímandann nema um 250 milljónum dala. Með því hafa tekjur mynda hans skilað 4,1 milljarði dala í kassann, eða ríflega 500 milljörðum króna á núverandi gengi. Þar af eru 2,5 milljarðar vegna miðasölu utan Bandaríkjanna. 

Árangurinn er ekki síst eftirtekarverður fyrir þá sök að Schwarzenegger var ríkisstjóri Kaliforníu 2003 — 2011, með endurkjöri 2006.

Eftir það tímabil lék hann meðal annars í kvikmyndinni Expendables III en handritshöfundar hennar voru Katrín Benedikt og maður hennar, Creighton Rothenberger. Katrín ólst upp á Íslandi en fluttist ung með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna. 

Það er önnur Íslandstenging við Tortímandann. Þannig er að finna ábreiðu af Hunter, lagi Bjarkar Guðmundsdóttur, á lagalista myndarinnar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.