Sólgleraugu Lennons á uppboð

Yoko Ono og John Lennon árið 1969.
Yoko Ono og John Lennon árið 1969. Ljósmynd/Wikipedia.org

Kringlótt sólgleraugu, sem voru í eigu tónlistarmannsins Johns Lennons, verða seld á uppboði ásamt stöðumælasekt sem Ringo Starr, sem var ásamt Lennon í hinni heimsþekktu hljómsveit Bítlunum, fékk á sjöunda áratug síðustu aldar.

Fram kemur í frétt AFP að eigandi munanna sé fyrrverandi bílstjóri Bítlanna, Alan Herring. Haft er eftir Herring, sem hefur átt munina í hálfa öld, að Lennon hafi gleymt gleraugunum í bifreiðinni sem hann ók og í kjölfarið gefið honum þau.

„Þegar John fór út úr bílnum tók ég eftir því að hann hafði skilið sólgleraugun eftir í aftursætinu og að eitt glerið og einn armurinn hafði losnað af þeim. Ég spurði John hvort hann vildi að ég léti laga þau fyrir hann en hann sagði mér að hafa engar áhyggjur, þau væru aðeins fyrir útlitið,“ segir Herring.

Stöðumælasektin er dagsett 25. apríl 1969 og kemur fram á henni að bifreiðin hafi staðið fyrir utan útgáfufyrirtæki Bítlanna, Appel Records. Munirnir verða seldir á uppboði hjá Sotheby's í desember ásamt fleiri munum tengdum Bítlunum.

Reiknað er með að stöðumælasektin verði seld á um 1.500 pund (um 237 þúsund krónur) en sólgleraugun, sem Herring lét aldrei lagfæra, á allt að 8 þúsund pund (rúmlega 1,2 milljónir króna).

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.