Fullveldi fagnað hjá Tolla

Glaðir á góðri stund. Tolli Morthens, til vinstri, og Páll …
Glaðir á góðri stund. Tolli Morthens, til vinstri, og Páll Eyjólfsson velþekktur sem umboðsmaður tónlistarmanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Margir mættu í dag þegar Tolli Morth­ens var, hefðinni samkvæmt, með opið hús á vinnustofu á Laugarnestanganum í Reykjavík. Að fagna fullveldi Íslands, sem næst fullveldisdeginum 1. desember, er inntak hátíðarinnar, en að maður sé manns gaman er þó kannski heila málið.

Bryddað var upp á ýmsu skemmtilegu hjá Tolla í dag. Dóttir hans, Ásdís Þula Þorláksdóttir, las þar ljóð upp úr ljóðabókinni Sólstöfum sem hún gaf út nýlega. Þá las Einar Már Guðmundsson ljóð upp úr nýrri bók sinni Til þeirra sem málið varðar. Síðast en ekki síst má nefa Bubba, bróður Tolla, sem las ljóð og spilaði á gítarinnar. Segja má að það séu fastir liðir að Einar Már  og Bubbi komi fram á þessari fullveldis- og aðventuhátíð Tolla, en þeir þrír ólust upp um lítt leyti í Vogahverfinu í Reykjavík.

Raunar sýndi Bubbbi á sér nýja og skemmtilega hlið í Laugarnesinu  í dag hvar hann sýndi málverk sem vísa til nokkurra þeirra laga sem hann hefur samið og sungið. Má þarna nefna lögin Svartan afgan, Öskur trúðsins, Hiroshima og fleiri sem öll eru fólkinu í landinu að góðu kunn.

Frá vinstri: Ísólfur Haraldsson, Páll Eyjólfsson og Bubbi Morthens.
Frá vinstri: Ísólfur Haraldsson, Páll Eyjólfsson og Bubbi Morthens. mbl.is/Sigurður Bogi
Bræðurnir Guðmundur Hrafn, prófessor við Háskóla Íslands, til vinstri og …
Bræðurnir Guðmundur Hrafn, prófessor við Háskóla Íslands, til vinstri og Einar Már Guðmundsson rithöfundur. mbl.is/Sigurður Bogi
Bubbi syngur og Ísland hlustar.
Bubbi syngur og Ísland hlustar. mbl.is/Sigurður Bogi
Ásdís Þula Þorláksdóttir las úr ljóðabók sinni.
Ásdís Þula Þorláksdóttir las úr ljóðabók sinni. mbl.is/Sigurður Bogi
Ráðherrann Ásmundur Einar Daðason mætti á svæðið. Myndefnið að baki …
Ráðherrann Ásmundur Einar Daðason mætti á svæðið. Myndefnið að baki ráðherrans eru Stapafell og Snæfellsjökull, sem eru einmitt í kjördæmi hans. mbl.is/Sigurður Bogi
Feðgarnir Einar Bárðarson og Einar Birgir sonur hans.
Feðgarnir Einar Bárðarson og Einar Birgir sonur hans. mbl.is/Sigurður Bogi
Gestir voru fjölmargir og mikið var gaman að því.
Gestir voru fjölmargir og mikið var gaman að því. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant