Kom Kimmel á óvart með enchiladas

Jennifer Aniston tók Kimmel á orðinu og bauð upp á ...
Jennifer Aniston tók Kimmel á orðinu og bauð upp á enchiladas á miðvikudagskvöldið. AFP

Leikkonan Jennifer Aniston kom spjallþáttastjórnandanum Jimmy Kimmel á óvart á miðvikudagskvöldið þegar hún bauð honum upp á enchiladas í þakkargjörðarmatarboði.

Kimmel og Aniston ásamt fleiri vinum sínum halda upp á þakkagjörðarhátíðina á miðvikudagskvöldinu fyrir þakkargjörðardaginn á ári hverju. Þegar Aniston var gestur Kimmel í spjallþætti hans í desember í fyrra kvartaði hann yfir matnum sem Aniston bauð upp á.

View this post on Instagram

Ok, @jimmykimmel... here are your f*%king Friendsgiving enchiladas.

A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Nov 28, 2019 at 4:23am PST

Kimmel lagði til að Aniston myndi bjóða upp á einhvern annan mat en hefðbundin þakkargjörðarkalkún. Hann sagði að fyrst hann borðaði kalkún hjá Aniston á miðvikudagskvöldinu þá liði honum alltaf eins og hann væri að borða afganga á sjálfan þakkargjörðardaginn. Hann stakk til dæmis upp á mexíkanska réttinum enchiladas.

Aniston tók hann á orðinu og meðal veitinga á miðvikudagskvöldið hjá Aniston voru enchiladas. Hún skrifaði í færslu á Instagram að þarna væru þessar „fjandans enchiladas“ sem hann hefði endilega beðið um.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert sérlega tilfinninganæm/ur í dag og átt því á hættu að missa einbeitinguna og hæfileikann til að leggja hlutlaust mat á hlutina.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert sérlega tilfinninganæm/ur í dag og átt því á hættu að missa einbeitinguna og hæfileikann til að leggja hlutlaust mat á hlutina.