Atwood vissi ekki hver Kylie Jenner er

Margaret Atwood er höfundur Handmaid's Tale.
Margaret Atwood er höfundur Handmaid's Tale. AFP

Kanadíski rithöfundurinn Margaret Atwood vissi ekki hver raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner er, allt þar til Jenner hélt afmælisveislu með þema bókar hennar, The Handmaid's Tale. 

Þættirnir Handmaid's Tale á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO eru byggðir á samnefndri bók Atwood og hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim.

Í júní síðastliðnum hélt Jenner afmælisveislu fyrir eina af sínu bestu vinkonum, An­astasiu Kar­ani­kola­ou. Þema veislunnar var þættirnir Handmaid's Tale.

Jenner var harðlega gagnrýnd á þeim tíma fyrir að hafa þættina sem þema þáttanna, þar sem þættirnir taka á málefnum eins og kúgun kvenna og nauðgunum. 

Atwood sagði að lesendur sínir tækju á svona málum þar sem þau tækju eftir þeim áður en hún myndi gera það.

„Ég býst við því að Kylie Jenner hafi heyrt einhverja svona línu frá einhverjum: „Við kunnum að meta þetta, en þú náðir ekki alveg tilganginum“. Það var tekíla í þemanu. Svona hlutir koma oft frá fólki sem meinar vel, það er ekki að reyna að vera slæmt. Það hefur verið tilfellið þegar ég hef verið að tala einhvers staðar og fengið bollakökur í Handmaid's Tale-þema, því manneskjan sem sá um veitingarnar er mikill aðdáandi. Fúlsa ég við svoleiðis bollakökum? Nei. Ég geri það ekki. Ég myndi ekki gera það,“ sagði Atwood í viðtali við New York Magazine.

Kylie Jenner hélt afmælisveislu með Handmaid's Tale þema.
Kylie Jenner hélt afmælisveislu með Handmaid's Tale þema. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.