Caitlyn og Khloé ekki talast við í fimm ár

Caitlyn Jenner hefur ekki talað við Khloé Kardashian í 5 …
Caitlyn Jenner hefur ekki talað við Khloé Kardashian í 5 ár. mbl.is/AFP

Ólympíufarinn Caitlyn Jenner segist ekki hafa talað við stjúpdóttur sína í rúm fimm ár. Jenner tekur nú þátt í raunveruleikaþáttunum I'm A Celebrity ... Get Me Out Of Here!

Jenner segir í viðtali að þetta hafi allt byrjað um það leyti sem hún kom út úr skápnum sem transkona. Í kjölfarið gaf hún út sjálfsævisögu sína, en Kardashian-systur voru ekki ánægðar með í hvaða ljósi hún skrifaði um móður þeirra, Kris Jenner. 

„Ég fór í gegnum ferli með öllum börnunum, og af einhverjum ástæðum var Khloé mjög pirruð út af einhverju,“ sagði Jenner. 

„Það eru liðin fimm eða sex ár og ég hef í rauninni ekkert talað við hana síðan. Við vorum mjög nánar, ég ól hana upp frá því hún var fimm ára. Ég veit ekki hvert vandamálið er,“ sagði Jenner. 

Khloé hefur tjáð sig um málið áður og sagði við Ellen DeGeneres þegar hún var gestur hennar að það hefði komið sér í uppnám að margir hefðu vitað af kynleiðréttingarferli Caitlyn á undan fjölskyldunni. „Okkur leið eins og við værum síðust til að vita það, þannig að það var mjög erfitt fyrir okkur, sérstaklega mig,“ sagði Khloé. 

Það vakti athygli fyrr í vetur að Khloé var ekki viðstödd afmæli Caitlyn, en þrátt fyrir það sendi hún henni rósabúnt í tilefni dagsins. 

Khloé Kardashian átti erfitt með það þegar Caitlyn kom út …
Khloé Kardashian átti erfitt með það þegar Caitlyn kom út sem transkona. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það háir þér hvað þú þráir að kaupa einhvern fjandann í dag. Njóttu þess með ástvinum þínum því þú hefur svo sannarlega unnið fyrir því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það háir þér hvað þú þráir að kaupa einhvern fjandann í dag. Njóttu þess með ástvinum þínum því þú hefur svo sannarlega unnið fyrir því.