Jólaspá Bogmannsins: Töfrar, dýpt og fjör

mbl.is

Elsku Bogmaðurinn minn, þetta er þinn tími, en honum fylgir endalok og upphaf, og ekkert upphaf getur átt sér stað án endaloka og þessu fylgir bæði álag og spenna, svo mundu bara að taka lífinu létt.

Þú getur átt erfitt með að láta að stjórn eða hlýða fyrirskipunum, en þín sterka tilfinningagreind heillar alla í kringum þig og þú nærð þínum markmiðum á eigin forsendum. Þessi hæfileiki er miklu merkilegri en nokkur háskólagráða því það virðist ekki skipta máli hvort þú lærir mikið eða dembir þér í lífið því þú hefur persónutöfra til að koma þér í hvaða aðstæður sem er og úr hvaða aðstæðum sem er. Þetta tímabil býður upp á töfra, dýpt og fjör, svo láttu það eftir þér að leika þér meira og halda í barnið í sjálfum þér.

Þetta er innihaldsríkur tími og þú vinnur vel og þroskast í þínum hugmyndum og átt eftir að finna leið til að halda uppi meiri aga og venjum í því sem þú vilt ekki leika þér að í lífinu. Þetta fær fólk til að líta upp til þín og þú verður svo sáttur í eigin skinni.

Þú tekur jólunum svo létt og þetta verður einn skemmtilegasti tími ársins, en ef þér finnst eitthvað vera að stöðva þig er það vegna óþarfa leiða eða pirrings sem þú hefur sent á undan þér sem getur leitt til þess að þér mæti erfiðleikar, árekstrar eða meiðsli sem geta stoppað þig í augnablik. Svo láttu alls ekki reiðina ná tökum á þér, lærðu að gera til dæmis eins og hinn dásamlegi Bogmaður Tina Turner sem þróaði ákveðna hugleiðslu, lærði aflmiklar möntrur sem komu henni í gegnum erfiðustu aðstæðurnar í sínu lífi.

Þessi mánuður gefur þér agann og kraftinn til að blómstra, sama hvað gengur á í kringum þig, skilyrðislaus ást er besta gleðin hvort sem þú þiggur hana eða gefur.

Jólaknús til þín!

Sigga.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Leystu fyrst þinn vanda og þá rekst allt hitt í kjölfarið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Leystu fyrst þinn vanda og þá rekst allt hitt í kjölfarið.