Jólaspá Fiskanna: Áfram eins og flugfiskur

mbl.is

Elsku Fiskurinn minn, þú ert að fara inn í tímabil sem þú ert að drepast úr stressi yfir, en þetta verður eitthvað svo heillandi og skemmtilegt, býður upp á ferðalög til að upplifa lífið í regnbogans litum.

Þú ert búinn að upplifa góðan tíma að undanförnu þó að hugsanir og hugur hafi sveiflast á ógnarhraða; ef þú horfir til baka hefur allt bjargast miklu betur en hugur þinn sagði til um.

Þú átt svo gott með að ímynda þér vesen og vitleysu, að allt sé komið í strand og ekkert jákvætt sé að koma, en það eru bara hugsanir sem eru að stilla eða velja vitlausa mynd. Þetta er líka vegna þess að þú vilt gera allt svo vel og passa upp á að gera engum óleik, en það er svo erfitt að gera öllum til geðs því það veldur þér innri pirringi.

Þú ert kannski búinn að taka að þér of mörg verkefni, það er í eðli þínu, en þú klárar það sem þú þarft að klára. Annað á eftir að bíða betri tíma og skiptir engu máli. Þú keyrir þig að sjálfsögðu svolítið hratt í gegnum þennan mánuð, það verður svo skemmtilegt og eftirminnilegt en þú þarft líka að muna að þú þarft að sofa.

Það koma til þín bjargvættir, svona merkilegir karakterar sem hjálpa þér við það sem þú hefur mest stress yfir og þá sérðu líka að það var ónauðsynlegt en oft samt svolítill drifkraftur þinn. Svo vertu bara meðvitaður um það sem ekki skiptir máli og sigldu áfram eins og flugfiskur, þá verður sjálfstraustið í fyrsta gír. Það er mikilvægt fyrir þig að næra og byggja upp ástina og langtímasambönd henta alltaf best fyrir þig í þeim málum, því það er eitthvað að gerast.

Jólaknús til þín!

Sigga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson