Jólaspá Steingeitarinnar: Stendur alltaf teinrétt

mbl.is

Elsku steingeitin mín, það er alveg sama hvað gerist, alltaf munt þú standa teinrétt, þú ert með svo yndislega og stundum erfiða þrjósku, en það er svo sannarlega hún sem kyndir ofninn þinn og kemur þér áfram.

Næstu þrír mánuðir eru svo mikilvægur tími og umbyltir svo mörgu og þó að þú sért varfærin í flestu muntu taka töluverða áhættu sem er vandlega hugsuð.

Það verða breytingar á högum þínum til batnaðar og þú munt sérstaklega sjá þetta þegar febrúar kemur. Þú munt berjast fyrir þínu fólki og vernda alla af fullum krafti. Það er svo margt sem er að hafa svo mikil áhrif á þig til langframa í lífinu og það eru engin mistök að gerast, heldur merkilegar breytingar sem sýna þér að lífið hafi upp á svo margt að bjóða.

Örlögin eru svolítið þannig að þótt þú eyðir um efni fram þá skiptir það engu máli, því heppnin er með þér, treystu innsæi þínu, þú hefur næmt auga fyrir því hvað aðrir eru að gera eða hugsa og það hefur bjargað þér mörghundruð sinnum.

Það er verið að vísa þér réttu leiðina að takmarki þínu og það er engin leið réttari en önnur að takmarki þínu, svo haltu bara áfram. Þú átt eftir að stöðva leiðindi sem eru nálægt þér og það gerir þú með einlægni og hjartahlýju og mikilli sannfæringu, en þú þarft að taka fyrsta skrefið til þess að friður komist á.

Ef þú ert á lausu, leyfðu þér þá að daðra alveg meðvitað, því þú ert að draga að þér eitthvað merkilegt í ástinni og ástin er aldrei auðfundin ef þú ert ekki tilbúin. Hugsaðu ástina til þín, eða það sem þig vantar því hugsanir eru töfrar og orð eru álög.

Jólaknús til þín!

Sigga.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Leystu fyrst þinn vanda og þá rekst allt hitt í kjölfarið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Leystu fyrst þinn vanda og þá rekst allt hitt í kjölfarið.