Jólaspá Vatnsberans: Allt fer vel

mbl.is

Elsku vatnsberinn minn, þú ert að fara inn í tímabil þar sem þú gerir allt óttalaust, það er dásamlegt að sjá þú lætur ekkert stoppa það sem andi þinn eða vilji vill og það þarf mikið til að stoppa þig á þessu ferðalagi.

Það er eins og þú sért að setja nýjar hefðir í kringum þig og skapa fjöldann allan af fallegum sögum og tengingum sem þú getur verið stoltur af. Fylgdu eftir einhverri af þínum nýstárlegu hugmyndum því þú munt græða mikið á því. Þú átt eftir að finna að þú upplifir dágóða skammta af lífi og láni og þar sem þú ert bæði trygglyndur og með hjarta úr gulli þarft þú að baða þig í jákvæðri ást, sem þýðir að ást sem tengist of mikilli spennu og stressi er ekki rétt fyrir þig.

Þitt skemmtilega og skrautlega eðli mun hrífa fólk, þótt það vilji það ekki, því þú hefur svo marga fylgjendur og ert svo sannarlega áhrifavaldur. Að sjálfsögðu muntu verða særður af einu og öðru smávægilegu, það kallast lífið, en mörg af þeim sárum eru sjálfum þér að kenna því þú þarft að koma þér í burtu frá þeim sem bíta þig.

Það er eins og þú sért að byggja svo stóran bálkost fyrir áramótabrennuna, og hann verður stærri en þú hefur þorað að vona og í kortunum þínum virðist svo merkilegum atburðum fagnað þegar líða tekur á janúar og febrúar byrjar.

Þú ert nú þegar búinn að gera einhverja samninga og ákveða sterkar tímasetningar, hvort sem þú ert að byggja hús, taka að þér verkefni eða ljúka prófum og þó allt verði ekki nákvæmlega eins og þú sást fyrir þér fer allt vel á síðustu sekúndunum, svo alls ekki stressa þig, hafðu trú og það er góð setning úr biblíunni, trúin mun gera þig heilan.

Jólaknús til þín!

Sigga.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Leystu fyrst þinn vanda og þá rekst allt hitt í kjölfarið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Leystu fyrst þinn vanda og þá rekst allt hitt í kjölfarið.