Jólaspá Vogarinnar: Sýndu fjaðrirnar

mbl.is

Elsku Vogin mín, þessi dásamlegi og stressandi tími verður skemmtilegur og litríkur eins og pakkaflóðið undir jólatrénu. Þú tengir svo ótrúlega margt á þessu tímabili og nærð að yfirstíga allar þær hindranir sem þú eða lífið hefur lagt fyrir þig.

Þú lærir að njóta svo vel og vera nokkuð skítsama um hvað aðrir eru að spá.

Það eru ný áhugamál eða lífsstefnur að færast til þín í lífinu og þú verður eitthvað svo ánægð og afslöppuð og þá ertu svo sannarlega hrókur alls fagnaðar. Þú átt í svo skemmtilegum samræðum við sjálfa þig og ert meistari í að finna allskyns gullkorn, því þú hefur svo mikla meistarasamskiptahæfileika og það eina sem gæti stoppað þig í öllu þessu flæði er að þig gæti skort kjark. Það er svo mikilvægt að vera hinn friðsæli bardagamaður og hjarta þitt er svo sannarlega skreytt þeirri mýkt og hlýju sem fær mann til að langa til að þekkja þig betur og langa til að hanga með þér.

Þú átt eftir að nýta þér tækifærin sem þú færð, því það er ekki nóg að fá tækifæri ef maður nýtir þau ekki, þau koma og fara eins og vindurinn. Það er verið að segja þér að líta upp úr mannhafinu og láta ljós þitt skína meira.

Ef þú ert eitthvað að kíkja eftir eða velta ástinni fyrir þér, þá eru þeir sem eru í sambandi vel staddir og eiga ekkert að hreyfa við því, en ef þú ert á lausu þarftu bara að gera þig aðeins sýnilegri, því ekkert er meira sexí en geislandi Vog.

Þú ert eins og páfuglinn, reistu þig upp, sýndu fjaðrirnar því þú hefur svo miklu meira til að bera en þig grunar, tækifærin eru til staðar en hvorki ég, alheimurinn né stjörnurnar geta breytt því ef þú vilt ekki þiggja!

Jólaknús til þín!

Sigga.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Leystu fyrst þinn vanda og þá rekst allt hitt í kjölfarið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Leystu fyrst þinn vanda og þá rekst allt hitt í kjölfarið.