U2 tekjuhæsta túrbandið

Bono trekkir alltaf að.
Bono trekkir alltaf að. AFP

Tekjur Fagtímaritið Pollstar hefur birt lista yfir tekjuhæstu túrlistamenn áratugarins sem er að líða og reynast þeir vera á ýmsum aldri.

Tekjuhæsta tónleikaband áratugarins er írska rokksveitin U2, en brúttótekjur hennar af tónleikahaldi frá árinu 2010 losa milljarð Bandaríkjadala.

Næst koma gömlu kempurnar í Rolling Stones með tæplega 930 milljónir dala í brúttótekjur og fast á hæla þeim fylgja yngri stjörnur, Ed Sheeran, Taylor Swift og Beyoncé. Gömlu rokkhundarnir í Bon Jovi eru í sjötta sæti og sjálfur Paul McCartney í því sjöunda.

Coldplay er í áttunda sæti og Bruce Springsteen í því níunda. Roger gamli Waters skýtur svo aftur fyrir sig listamönnum á borð við Elton John, Metallica, Guns N' Roses, Eagles og One Direction sem eru í 15. sæti.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það háir þér hvað þú þráir að kaupa einhvern fjandann í dag. Njóttu þess með ástvinum þínum því þú hefur svo sannarlega unnið fyrir því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það háir þér hvað þú þráir að kaupa einhvern fjandann í dag. Njóttu þess með ástvinum þínum því þú hefur svo sannarlega unnið fyrir því.