Getur ekki horft á kvikmyndir vegna kvíða

Rami Malek segist vera mjög kvíðinn.
Rami Malek segist vera mjög kvíðinn. AFP

Leikarinn Rami Malek tjáði sig opinskátt um hversu kvíðinn hann er í viðtali við Foxtel Magazine. Hann segist ekki geta horft á aðrar kvikmyndir þar sem hann fari alltaf að bera sig saman við aðra leikara. 

Eins segist Malek ekki geta hætt að taka upp atriðið fyrr en hann er hundrað prósent ánægður með frammistöðu sína. Hann segist vera sinn harðasti gagnrýnandi. 

Hinn 38 ára gamli leikari er á hátindi ferils síns um þessar mundir en hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrr á þessu ári fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Bohemian Rhapsody þar sem hann fór með hlutverk Freddie Mercury. Þar að auki fékk hann Golden Globe-verðlaunin, BAFTA-verðlaunin og Screen Actor Guild-verðlaunin fyrir túlkun sína á Mercury.

Hann fer með hlutverk í Bond-kvikmyndinni No Time to Die sem kemur út á næsta ári. Malek segist hafa fundið fyrir pressu að leika í Bond-mynd.

„Ég leik frábæran karakter og ég er mjög spenntur. Þetta er enn eitt frábæra handritið frá fólki sem hefur fundið út nákvæmlega hvað fólk vill sjá í þessum myndum. En ég finn fyrir þyngd á herðum mínum. Ég meina, Bond er eitthvað sem við ólumst öll upp við að horfa á,“ sagði Malek.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.