Marína Ósk og Stína bjóða upp á glitrandi jólafrið

Marína Ósk og Stína Ágústsdóttir eru konurnar á bak við …
Marína Ósk og Stína Ágústsdóttir eru konurnar á bak við jazzplötuna Hjörtun okkar jóla.

Jólaplatan, Hjörtun okkar jóla, var að koma út en það eru íslensku djasssöngkonurnar Marína Ósk og Stína Ágústs sem syngja öll lögin á plötunni. Með þeim er gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson. Platan inniheldur 10 norræn jólalög frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Íslandi. Lögin hafa öll verið færð í skínandi fín djassspariföt og skarta erlendu lögin íslenskum textum eftir þær Marínu og Stínu. 

Segja má að andi gömlu djassplatnanna svífi yfir plötunni. Platan var tekin upp á haustlegum rigningardegi í september undir stjórn Þórðar Magnússonar og fóru upptökur fram á heimalagaða mátann; allir í sama herbergi og allir tóku upp samtímis.

„Hugmyndin að verkefninu kviknaði haustið 2018. Ég fékk skilaboð frá Stínu á Facebook um hvort við ættum ekki að sjóða saman jólatónleika. Ég greip í Mikael sem sat við hliðina á mér og spurði „ertu með?“ og bókaði hann á staðnum. Við héldum tónleika í Stokkhólmi og í Reykjavík 2018 og fengum margar fyrirspurnir um hvort þetta efni væri útgefið. Okkur þykir afar vænt um þetta verkefni og ákváðum því að taka það upp,“ segir Marína Ósk. 

Tónlistin á plötunni er hlýleg og var lagt upp með að hún fengi heimalagaðan jólablæ. Útsetningarnar, sem voru að mestu í höndum Mikaels Mána, ilma af gömlu djasshefðinni sem blandast skemmtilega við nútímalegri tóna. Textarnir eru áferðarfallegir og hnyttnir á köflum, en Marína og Stína hafa báðar fengið tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir djassplötur á íslensku með textum eftir þær sjálfar og Mikael fyrir útsetningar. 

„Það kom upp sú hugmynd að hafa lögin á íslensku og við Marína hófumst strax handa við textasmíðar, enda báðar með mikinn áhuga á fallegum textum. Umfjöllunarefnin eru hinar ýmsu hliðar jólanna og aðventunnar; allt frá indælli jólarómantík til hinna gleymnu jólasveina og glitrandi jólafriðar og var mikið lagt í textagerðina,“ segir Stína. 

Auk þeirra Marínu, Stínu og Mikaels, leika þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Matthías M.D. Hemstock á trommur. 

Þau Stína, Marína og Mikael halda í tónleikaferðalag til Oslóar, Kaupmannahafnar og Stokkhólms í þessari viku og enda í Reykjavík þar sem haldinn verður útgáfufögnuður í Norræna húsinu miðvikudagskvöldið 11. desember kl. 20.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant