Sjálfsmynd af Einari við húsverkin

„Sumir segja að þær séu ekkert líkar mér. En ég hef margar hliðar og ég set þær fram hérna,“ segir myndlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson um sjálfsmyndirnar á sýningunni hans: „auglýsing“. Á einni þeirra sést Einar Örn munda Hoover ryksugu.

mbl.is kíkti á sýninguna sem er á Laugavegi 15 þar sem Einar Örn tekur á móti sýningargestum. Þar er einnig hægt að hlusta á myndlistina því hann tók upp hljóðið í tússpennanum þegar hann teiknaði og hljóðið af myndunum verða til ómar undir sýningunni.

Einar Örn er auðvitað best þekktur sem tónlistarmaður og á að baki langan feril í tónsköpun og hann segir margt líkt með formunum tveimur. „Það er ákveðin aðferð. Maður byggir upp í tónlistinni, lag eftir lag. Það er það sama og ég geri í teikningunni. Ég finn svona fleti sem ég byrja á og held síðan áfram að vinna með og set það síðan fram. Hér á sýningunni er ég alltaf á staðnum eins og á tónleikum. Það yrði svolítið fúlt að fara á tónleika með hljómsveit sem ég væri í en ég væri ekki á staðnum.“ 

Í myndskeiðinu er spjallað við Einar Örn um myndlistina en hann lauk á dögunum meistaranámi í myndlist.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig blóðlangar til að þéna meira af peningum og eyða þeim. Eitthvað gæti fangað athygli þína og skapað hættu. Gæti verið dót, tæki eða óþarfa glys og glingur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig blóðlangar til að þéna meira af peningum og eyða þeim. Eitthvað gæti fangað athygli þína og skapað hættu. Gæti verið dót, tæki eða óþarfa glys og glingur.