Tilnefningar til Kraumsverðlauna tilkynntar

Auður og GDRN sem voru meðal þeirra sex listamanna og …
Auður og GDRN sem voru meðal þeirra sex listamanna og hljómsveita sem hlutu Kraumsverðlaunin 2018. Ljósmynd/Aðsend

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna i ár með birtingu Kraumslistans 2019.

Mikil fjölbreytni einkennir Kraumslistann í ár. Þar er að finna tónlist úr öllum áttum og má þar nefna popp og hipp hopp, teknó og raftónlist, rokk, pönk, jazz, tilrauna- og kvikmyndatónlist.

Listinn hefur að geyma plötur frá listamönnum sem hafa gert garðinn frægan á alþjóðavettvangi undanfarið ár, t.a.m. tónskáldinu Hildi Guðnadóttur sem tilnefnd er til Grammy-verðlaunanna og teknótónlistarmanninum Bjarka sem spilaði um allan heim á árinu og gaf út sína fjórðu breiðskífu, sem og spennandi nýliðum á borð við Between Mountains, Ástu Pjetursdóttur, Gugusar, Skoffín og Sunnu Margréti.

Þetta er í tólfta sinn sem Kraumur, tónlistarsjóður Auroru velgerðarsjóðs, birtir Kraumslistann yfir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

„Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstafsemi varðar, enda fór dómnefndin yfir og hlustaði á rúmlega 350 plötur og útgáfur sem komu út á árinu við val sitt. Dómnefndin mun nú velja þær sex breiðskífur af Kraumslistanum sem hljóta munu Kraumsverðlaunin 2019,“ segir í tilkynningu.

KRAUMSLISTINN 2019 - TILNEFNINGAR:

 • Andavald - Undir Skyggðahaldi
 • Ásta Pjetursdóttir - Sykurbað
 • Berglind María Tómasdóttir - Herberging
 • Between Mountains - Between Mountains
 • Bjarki - Happy Earthday
 • Countess Malaise – Hystería
 • Felix Leifur – Brot
 • Grísalappalísa – Týnda rásin
 • Gróa - Í glimmer heimi
 • Gugusar - Martröð
 • Hildur Guðnadóttir - Chernobyl
 • Hist og - Days of Tundra
 • Hlökk - Hulduhljóð
 • Hush - Pandemonial Winds
 • K.óla - Allt verður alltílæ
 • kef LAVÍK – Blautt heitt langt vont sumar
 • Korter í flog – Anna & Bernhard Blume (drepa alla fasista)
 • Kristín Anna - I must be the devil
 • Milena Glowacka - Radiance
 • Myrra Rós - Thought Spun
 • Sideproject - sandinista release party / ætla fara godmode
 • Skoffín - Skoffín bjargar heiminum
 • Stormy Daniels - Agi styrkur einbeiting harka úthald hafa gaman
 • Sunna Margrét - Art of History
 • Tumi Árnason / Magnús Trygvason Eliassen — Allt er ómælið

Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin eru valin af átta manna dómnefnd sem skipuð er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa: Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir. Óli Dóri, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins og allt nái að sleppa fyrir horn hjá þér í dag. Ef þú ferð eitthvað reyndu þá að fara á kunnuglegan stað.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins og allt nái að sleppa fyrir horn hjá þér í dag. Ef þú ferð eitthvað reyndu þá að fara á kunnuglegan stað.