Kærir Miss World fyrir að svipta sig titlinum

Veronika Didusenko ætlar í mál við Miss World.
Veronika Didusenko ætlar í mál við Miss World. skjáskot/Instagram

Sigurvegari í fegurðarsamkeppni hefur ákveðið að fara í mál við Miss World eftir að hún var svipt titli sínum. 

Hin 24 ára gamla Veronika Didusenko vann fegurðarsamkeppnina Miss Ukraine árið 2017. Hún var svipt titli sínum fimm dögum seinna eftir að skipuleggjendur keppninnar komust að því að hún ætti fimm ára gamlan son. 

Ef hún hefði ekki verið svipt titlinum hefði hún keppt fyrir hönd Úkraínu í Miss World hinn 14. desember. En hún missti titilinn og má ekki taka þátt í alheimsfegurðarsamkeppninni. 

Í reglum keppninnar, sem eru frá 1951, kemur fram að keppendur og sigurvegarar megi ekki vera giftar eða hafa fætt barn. 

Fyrirsætan hefur síðan lýst upplifun sinni sem vandræðalegri og niðurlægjandi. „Mér leið svo illa því þetta er ekki bara mín reynsla, þetta er reynsla þúsunda kvenna um heim allan sem vilja kannski taka þátt en geta það ekki vegna þess að þær eru mæður,“ sagði Didusenko í viðtali við BBC.

„Af hverju má kona ekki taka þátt í fegurðarsamkeppni bara af því að hún er móðir? Það er ekki rétt. Að vera móðir hefur ekki nein áhrif á hæfni mína til að vera fagmannleg eða góð fyrirsæta eða vinna vinnuna mína,“ sagði Didusenko. 

Hún tilkynnti á Instagram að hún ætlaði sér í mál gegn Miss World og sagðist ætla að brjóta blað í sögunni og berjast fyrir sameiginlegum rétti kvenna. 

Miss World er fyrirtæki skráð í Bretlandi og að sögn Didusenko ganga reglur keppninnar í berhögg við jafnréttislög frá árinu 2010. Í jafnréttislögunum kemur fram að óheimilt sé að mismuna fólki á grundvelli persónueinkenna eins og hjónabands, hvort það sé foreldrar eða af hvaða kyni það er.
View this post on Instagram

Dear friends, I am happy to share the exciting news with you. Today #righttobeamother has made a huge leap forward. I have launched a legal challenge against @MissWorld and this marks the new phase in our joint fight for justice. ⠀ I am proud to be represented by Ravi Naik, Human Rights Lawyer of the Year 2018, and Leading Counsel Marie Demitriou QC. Ravi represents clients in some of the world’s most high profile cases. This includes the first case against #CambridgeAnalytica for political profiling and claims against Facebook for their data practices. Marie Demitriou was a barrister on the legal team acting for South African athlete Caster Semenya who was subjected to sex testing following her victory at the 2009 World Championships. ⠀ We say that under the #EqualityAct 2010 the entry policy operated by #MissWorld is discriminatory on various grounds, namely marital status, and pregnancy and maternity. The Equality Act protects against discrimination based on certain characteristics, including marriage, maternity and sex. The reason I was not allowed to compete in Miss World after winning the title #MissUkraine is because I had been married and have a child. Denying me the chance of competing on those bases breaches those protections against discrimination. ⠀ I don’t want the crown back. I want to get the rules changed for wider society. These rules are a systemic, widespread and international policy that results in discrimination on large scale across many countries. ⠀ This year the 69th Miss World Final returns to London on 14 December 2019. We believe it is the right moment for @MissWorld to introduce the change. ⠀ I am really glad to see that our story has resonated with the UK national media such as @dailymail, @telegraph, @thesun, @skynews, @thetimes, @bbcnews, @bbcnewsbeat, @dailymirror🌍 ⠀ Photo credit: David McHugh/Brighton Pictures

A post shared by Veronika Didusenko (@veronika_didusenko) on Nov 30, 2019 at 7:08am PST
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.