Segir aldursmuninn ekki skipta sig máli

23 ára aldursmunur er á þeim Leonardo DiCaprio og Camilu …
23 ára aldursmunur er á þeim Leonardo DiCaprio og Camilu Morrone. Samsett mynd

Leikkonan Camila Morrone segir að aldursmunurinn á henni og kærasta hennar Leonardo DiCaprio skipti hana ekki máli. 23 ára aldursmunur er á henni og hinum 45 ára gamla DiCaprio.

„Það eru svo mörg sambönd í Hollywood, og í heimssögunni, þar sem er mikill aldursmunur,“ sagði hin 22 ára gamla Morrone. Hún og DiCaprio hafa verið saman í tæp tvö ár.

„Mér finnst bara að fólk eigi að geta verið með hverjum sem það vill vera með,“ sagði Morrone í viðtali við Los Angeles Times

Morrone var fyrirsæta áður en hún varð leikkona. Hún fékk nokkra athygli nú á dögunum þegar hún fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Mickey and the Bear. Hún fær þó líka mikla athygli út á samband sitt við DiCaprio og segist skilja það. 

„Ég hugsa núna meira og meira um hvað fólk sér í kvikmyndinni, og ég er hægt og rólega að byggja upp sjálfsmynd mína fyrir utan sambandið. Mér finnst það smá pirrandi því mér finnst að fólk ætti alltaf að vera þekkt fyrir eitthvað annað en manneskjuna sem það er í sambandi með,“ sagði Morrone. 

Hún segist vera viss um að það muni koma tímar þar sem hún verður þekkt fyrir eitthvað annað en að vera í sambandi með DiCaprio.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.