Gerður hlaut heiðursverðlaun Samtóns

Gerður G. Bjarklind með verðlaunin.
Gerður G. Bjarklind með verðlaunin. Ljósmynd/Aðsend

Gerður G. Bjarklind hlaut heiðursverðlaun Samtóns á hátíðlegri athöfn í Iðnó í dag í tilefni af degi íslenskrar tónlistar.

Gerður hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar um áratuga skeið, m.a. fyrir vandaða og innihaldsríka dagskrárgerð.

Aðrir verðlaunaþegar voru Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Icelandair og Bjarni Gaukur, kenndur við Mengi, að því er segir í tilkynningu.

Auður, Matthildur, Raggi Bjarna, Eyþór Ingi og fleiri fluttu lögin Enginn eins og þú, Ammæli og Froðuna. Viðburðurinn var í beinni útsendingu á Rás 1, Rás 2, K100 og Vísi.is.

Raggi Bjarna stígur af sviði í Iðnó.
Raggi Bjarna stígur af sviði í Iðnó. Ljósmynd/Aðsend

Bjarni Benediktsson hlaut hvatningarverðlaun Samtóns fyrir að vera fyrsti ráðherra heims til að viðurkenna höfundarrétt til jafns við annan eignarrétt. Jafnframt var tekið til þess að Bjarni studdi dyggilega við stofnun endurgreiðslusjóðs hljóðrita, þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum, stofnun nýs hljóðritasjóðs til viðhalds hljóðritunar- og útgáfustarfi á Íslandi, sem og endurreisn innheimtumiðstöðvar IHM sem tryggir höfundum greiðslur fyrir eintakagerð af höfundarvörðu efni.

 „Ég er þakklátur fyrir þessa viðurkenningu. Þetta er árangur sem hefur náðst vegna góðs samstarfs ólíkra geira, listafólks, fjármálaráðuneytisins og Alþingis. Þetta samstarf og niðurstaða þess endurspeglar virðingu fyrir starfi íslensks listafólks og vilja ríkisvaldsins til að gera ekki upp á milli ólíkra greina eignarréttarins, hvort sem um er að ræða hugverk eða tréverk,“ segir Bjarni í tilkynningunni.

Bjarni Benediktsson með verðlaunin.
Bjarni Benediktsson með verðlaunin. Ljósmynd/Aðsend

Icelandair tók á móti útflutningsverðlaununum fyrir viðvarandi stuðning við íslenska tónlist og tónlistarfólk, m.a. á vettvangi Músíktilrauna, Reykjavíkur - Loftbrúar, In Flight Entertainment - IFE - og Iceland Airwaves.

Athafnamaðurinn Bjarni Gaukur hlaut nýsköpunarverðlaun Samtóns fyrir að hafa komið á fót og tryggt áralanga starfsemi tónleika- og listhússins Mengis við Óðinsgötu, þar sem lögð er rækt við framsækna tónlist og menningu.

„Að hljóta þessa viðurkenningu eru óvæntar en ánægjulegar fréttir sem hvetja okkur sem að Mengi stöndum til dáða. Tónlist, sem og aðrar listir, er einn af hornsteinum samfélags okkar og mikilvægt að við hlúum að henni. Það höfum við reynt að gera síðustu 6 ár og munum halda því ótrauð áfram,“ segir Bjarni Gaukur í tilkynningunni.

Bjarni Gaukur.
Bjarni Gaukur. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant