Hættir að spila Fortnite og byrja með þátt í beinni

Ingi Bauer og Stefán Atli halda úti Youtube síðunni Ice Cold. Í dag kl. 19.00 fara þeir af stað með nýjan þátt á Youtube.com ásamt Gunnari sem oft er kenndur við Miðjuna.

„Við vorum vanir að streyma tölvuleiknum Fortnite alla fimmtudaga árið 2018 og fyrri part ársins 2019. Svo vorum við líka að senda frá okkur vlog og vorum með podcast. Okkur langaði að einfalda þetta og blanda þessu öllu saman. Svo nýji þátturinn okkar verður hálfpartinn blanda af beinu útsendingunum okkar, podcastinu og vloggunum okkar,“ segir Stefán Atli Rúnarsson annar af meðlimum Icecold. 

Strákarnir hafa verið duglegir að senda frá sér efni á Youtube og hafa m.a. spilað Fortnite með Steinda Jr, Pétri Jóhanni, Herra Hnetusmjör og Króla svo fátt eitt sé nefnt, einnig hafa þeir kveikt í jólageit IKEA með tæknibrellum og Ingi hefur gert lag með hljóðum frá áhorfendum.

HÉR getið þið horft á þáttinn í beinni útsendingu kl. 19.00 í kvöld. 

Hér eru Stefán Atli og Ingi Bauer ásamt Gunnari í …
Hér eru Stefán Atli og Ingi Bauer ásamt Gunnari í Miðjunni.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson