Sverrir Guðna í tveimur kvikmyndum á Sundance

Sverrir Guðnason fer með hlutverk í tveimur kvikmyndum sem sýndar …
Sverrir Guðnason fer með hlutverk í tveimur kvikmyndum sem sýndar verða á Sundance-kvikmyndahátíðinni.

Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur í tveimur kvikmyndum sem sýndar verða á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar á næsta ári. Yfir 15 þúsund kvikmyndir voru sendar inn til kvikmyndahátíðarinnar og af þeim voru valdar 118 kvikmyndir til sýningar. 

Sverrir fer með hlutverk í kvikmyndinni Falling sem kemur úr smiðju Viggos Mortensen. Mortensen framleiðir kvikmyndina, leikstýrir henni, skrifaði handritið og fer einnig með aðalhlutverkið. 

Þá leikur Sverrir einnig í sænsku kvikmyndinni Charter í leikstjórn Amöndu Kernell. Sverrir hefur gert það gott í kvikmyndaheiminum á síðustu árum. Hann fór með hlutverk sænska tennisspilarans Björns Borg í kvikmyndinni Borg vs McEnroe. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant