„Var ekki í fullri reisn“

Jason Derulo.
Jason Derulo. AFP

Tónlistarmaðurinn Jason Derulo segir að það gildi ekki það sama um karla og konur þegar kemur að myndbirtingu á Instagram. Instagram eyddi mynd sem hann hafði birt af sér berum að ofan. 

Í skýringu Instagram kemur fram að ástæðan fyrir að myndinni var eytt sé vegna þess að mótað hafi fyrir getnaðarlim hans í fullri reisn á myndinni. Derulo sagði í viðtali við TMZ að hann hafi ekki verið í fullri reisn á myndinni.

Hann var spurður hvort hann ætlaði að prófa að birta aftur mynd af sér á nærfötum eða sundfötum og hann sagðist ekki vera viss um það. Derulo sagði að það sama gilti ekki um karla og konur þegar kemur að fáklæddum myndbirtingum á Instagram. Hann ætlaði þó að hafa samband við Instagram og spyrja hvers konar myndir mættu birtast á miðlinum. 

Umrædd mynd sem Instagram eyddi hjá stjörnunni.
Umrædd mynd sem Instagram eyddi hjá stjörnunni. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.