Erfitt að fara edrú á stefnumót

Leikkonan Lena Dunham.
Leikkonan Lena Dunham. AFP

Bandaríska leikkonan Lena Dunham segir að það sé mun erfiðara að vera í makaleit þegar maður drekkur ekki áfengi. 

Dunham hefur búið í Bretlandi um nokkurt skeið núna og viðurkennir að það sé mikil áskorun að fara edrú á stefnumót í Bretlandi.

Dunham lagði áfengið á hilluna fyrir nokkru. „Það sem mér finnst um að fara á stefnumót hér. Ég er edrú, það er val og ég myndi segja að edrú stefnumót hér í Bretlandi er áskorun,“ sagði Dunham. 

Hún segist vera einstaklega hrifin af Bretum og menningu þeirra en viðurkennir að það hafi verið auðveldara að vera í makaleit á meðan hún drakk áfengi. 

Dunham grínaðist með að hennar leið hafi verið að drekka sig mjög fulla, fara heim með mönnum og æla og þurfa að eyða nóttinni hjá þeim. 

„En í Wales var ég kurteis og virðuleg kona, það er mun meiri áskorun. Ef einhver hér veit um góðan, edrú, virðulegan en smá skrítinn mann sem væri til í að fara með mér út að borða þá er ég opin fyrir því,“ sagði Dunham í þættinum The Jonathan Ross Show. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson