Úti til sex en 23 árum yngri kærastan áhyggjulaus

Leonardo DiCaprio skemmtir sér eins og maður á aldri við …
Leonardo DiCaprio skemmtir sér eins og maður á aldri við kærustu sína. Samsett mynd

Leonardo DiCaprio er orðinn 45 ára en lætur aldurinn ekki koma í veg fyrir að hann skemmti sér fram á morgun. Nýlega sagði 22 ára gamla kærasta DiCaprio, Camila Morrone, aldursmuninn ekki skipta sig máli. Það kemur kannski ekki á óvart þegar hún er í sambandi með manni á fimmtugsaldri sem skemmtir sér eins og tvítugur maður. 

Í vikunni sást leikarinn mæta á næturklúbb í Miami klukkan hálffimm um morgun að því er fram kemur á vef Page Six. Skemmti DiCaprio sér með ofurfyrirsætum á borð við Kendall Jenner og Gigi og Bellu Hadid. Leikarinn yfirgaf skemmtistaðinn með tveimur vinum klukkan sex um morguninn. 

Kærasta hans virðist ekki hafa verið með honum en hún virðist hafa litlar áhyggjur af kærasta sínum. 

„Það eru svo mörg sam­bönd í Hollywood, og í heims­sög­unni, þar sem er mik­ill ald­urs­mun­ur,“ sagði hin 22 ára gamla fyrirsæta og leikkona. Vonast Morrone til þess að verða þekkt fyrir eitthvað annað í framtíðinni en samband sitt við DiCaprio. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.