Banderas sá besti

Antonio Banderas í Malaga á Spáni 15. nóvember síðastliðinn. Banderas …
Antonio Banderas í Malaga á Spáni 15. nóvember síðastliðinn. Banderas fæddist þar og sleit barnsskónum. AFP

Spænski leikarinn Antonio Banderas var valinn besti leikarinn á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í kvöld en Ingvar E. Sigurðsson var meðal tilnefndra. Hlaut Banderas verðlaunin fyrir leik sinn í Dolor y gloria, eða Kvöl og dýrð, eftir leikstjórann Pedro Almodóvar. 

Ingvar var tilnefndur fyrir leik sinn í Hvítur, hvitur dagur sem hann hefur hlotið mikið lof fyrir og verðlaun, m.a. á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Samkeppnin var hörð á verðlaununum og ljóst að tilnefningin hefur aukið hróður kvikmyndarinnar sem er eftir Hlyn Pálmason. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Reykjavík á næsta ári og er undirbúningur þegar hafinn fyrir þá hátíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler