Fær ekki vinnu eftir stórmyndina Aladdín

Mena Massoud veður ekki í tilboðum.
Mena Massoud veður ekki í tilboðum. AFP

Leikarinn Mena Massoud sló í gegn þegar hann fór með hlutverk Aladdíns í samnefndri kvikmynd sem frumsýnd var í vor. Þrátt fyrir það veður hann ekki í gylliboðum og segist í rauninni ekki fá vinnu í viðtali við The Daily Beast. 

Massoud er frá Kanada en fluttist þangað sem innflytjandi frá Egyptalandi. Hann hefur ávallt átt erfitt með að fá tilboð um að leika annað en hryðjuverkamenn. Þrátt fyrir að hafa leikið í einni af stóru myndunum í ár þarf hann enn að berjast fyrir því að fá boð í áheyrnarprufur sem eru vanalega fullar af hvítum leikurum. 

„Ég vil að fólk viti að lífið er ekki alltaf dans á rósum þegar þú gerir eitthvað eins og Aladdín,“ segir Massoud sem segist vera þreyttur að þegja um þessa staðreynd. 

„Hann hlýtur að eiga milljónir. Hann hlýtur að fá öll tilboðin,“ segir Massoud að fólk haldi um sig en raunveruleikinn er langt frá því að vera eins og fólk heldur. „Ég hef ekki fengið eina prufu síðan Aladdín kom út.“

Will Smith lék andann í Aladdín.
Will Smith lék andann í Aladdín. Skjáskot/Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler