Pabbi Heard hótaði að skjóta Depp

Faðir Amber Heard er sagður hafa ætlað að drepa Johnny …
Faðir Amber Heard er sagður hafa ætlað að drepa Johnny Depp. TIZIANA FABI

Bifvélavirki sem vann fyrir bæði Amber Heard og Johnny Depp segir að pabbi Heard hafi hótað að skjóta Depp fyrir að lögsækja dóttur sína. 

Heard og Depp voru gift á árunum 2015—2017. Heard hefur sakað Depp um að hafa beitt hana ofbeldi á meðan þau voru saman og skrifaði meðal annars bréf í Washington Post þar sem hún fjallaði um sjálfa sig sem þolanda heimilisofbeldis.

Depp hefur ekki játað að hafa beitt hana ofbeldi heldur segir hann Heard hafa beitt hann ofbeldi og hefur nú lögsótt hana vegna bréfsins í Washington Post. 

Bifvélavirkinn, David Killackey, sá um fornbíla sem bæði Depp og Heard eiga. Í viðtali við The Blast segir hann að hann hafi lent á milli hjónanna fyrrverandi í rifrildum.  

Hann segir Heard hafi reglulega hótað honum og verið slæma í samskiptum við hann. Killackey gerði endurbætur á Mustang í eigu Heard en eitthvað hafi staðið á greiðslum, þá hafi faðir Heard, David Heard blandast í málin. 

„Á meðan ég var að reyna að gera við og endurbæta Mustanginn fékk ég fjölda skilaboða og símhringinga frá pabba hennar, David Heard. Eftir skilnað Amber og Depp varð Heard mjög bitur í garð Depp,“ saði Killackey.

Í einu símtalinu við David Heard segir Killackey að hann hafi hraunað yfir Depp og hótað honum öllu illu. 

„Þessi andskotans drullusokkur er að eyðileggja allt fyrir mér líka því ég á að fá 10% af peningunum og án peninganna get ég ekki framleitt kvikmyndina sem ég ætlaði að framleiða. Hann er að fara að eyðileggja feril dóttur mína og kemur óorði á hana í Hollywood. Þegar ég næ í hann ætla ég að lúskra á honum. Ég er frá Texas og karlmenn frá Texas ganga með byssu á sér og Johnny mun hitta endann á minni,“ segir Killackey að David Heard hafi sagt við sig.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki við aðra að sakast, þótt allt virðist ganga á afturfótunum. Sýndu fólki léttari hlið á þér. Hugsaðu áður en þú talar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki við aðra að sakast, þótt allt virðist ganga á afturfótunum. Sýndu fólki léttari hlið á þér. Hugsaðu áður en þú talar.