Verkum þaktir veggir

Frá jólasýningunni í Ásmundarsal í fyrra. Búast má við fjölmenni …
Frá jólasýningunni í Ásmundarsal í fyrra. Búast má við fjölmenni við opnun sýningarinnar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Ég hlakka svo til nefnist sölusýning um 160 listamanna sem opnuð verður í Ásmundarsal í dag, laugardag, kl. 15. Sambærileg sýning var haldin í salnum fyrir jól í fyrra og naut bæði góðrar aðsóknar og sölu. Myndlist mun þekja veggi Ásmundarsalar fram að áramótum og er talið að um 500 verk verði til sölu. Með þessum jólasýningum, í fyrra og í ár, er endurvakin gömul hefð því svipaðar sölusýningar voru haldnar fyrir jól í Listvinasalnum á fimmta áratug síðustu aldar og upphenging í hinum góðkunna salon-stíl, þ.e. frjálsleg og veggpláss nýtt til hins ýtrasta. Voru þá verk þekktustu listamanna þjóðarinnar sýnd með verkum yngri og minna þekktra listamanna, líkt og gert er nú í Ásmundarsal.

Seldum verkum verður pakkað inn í silkiþrykktan jólapappír í sérstakri innpökkunarstöð grafíkfélagsins Prents & vina sem sér jafnframt um sýningarstjórnun. Í Gryfjunni verður sett upp grafíkverkstæði þar sem valdir listamenn vinna svarthvít verk í upplagi á hverjum degi yfir sýningartímabilið sem verða svo sýnd á veggjum kaffihúss Ásmundarsalar.

200 metrar af jólapappír

Sigurður Atli Sigurðsson rekur Prent & vini ásamt Leifi Ými Eyjólfssyni og voru þeir önnum kafnir við undirbúning sýningarinnar þegar blaðamaður sló á þráðinn. Voru þá búnir að silkiþrykkja um 200 metra af jólapappír í tveimur litum og auk þess jólakort sem seld verða á sýningunni.

Sigurður segir að listamönnum hafi verið boðið að taka þátt í sýningunni og að síðan hafi verið valið úr innsendum verkum. Hann er spurður að því hvort þessi mikli fjöldi verka komist fyrir í húsinu og segist hann búinn að reikna út að um 400 verk komist á veggina sem lausir eru. Verkunum fækkar svo eðlilega eftir því sem þau seljast en áhugasamir þurfa ekki að örvænta því nóg verður til, öðrum verkum verður bætt við í stað hinna seldu, á meðan birgðir endast.

Sigurður segir gaman frá því að segja að verk eftir einn þeirra sem tóku þátt í sýningunum í Listvinasalnum fyrir um 70 árum, Valtý Pétursson, verði á sýningunni. „Þetta eru allt listamenn sem hafa skapað sér eitthvert nafn, hafa haldið sýningar og eru virkir,“ segir hann um hinn fjölbreytta hóp sýnenda.

Sýningin verður opin milli jóla og nýárs og lýkur í árslok, sem fyrr segir. helgisnaer@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson