Ánægður í eigin skinni

Friðrik Ómar Hjörleifsson.
Friðrik Ómar Hjörleifsson. mbl.is/​Hari

Friðrik Ómar Hjörleifsson 4.10. 1981

Elsku Friðrik Ómar minn. Það er svo sannarlega hægt að segja að þú hafir breytt okkur Íslendingum og gefið okkur kraft og gleði með öllu því sem þú hefur áorkað á þinni afskaplega stuttu ævi.

Það er svo merkilegt við afmælisdaginn þinn að ég man að ég var skotin í svo yndislegum manni fyrir hundrað árum sem átti sama afmælisdag og þú og í afmælisdagabókinni góðu stóð að hann væri demantur í mannsorpinu.

Lífstalan þín er sex sem þýðir að þú ert sú persóna sem þarf ekki að hafa fyrir því að eignast vini því fólk hefur dregist að þér frá unga aldri og tengst þér lífsböndum.

Þessi orka sprettur að stærstum hluta af fjölskyldunni, hvort sem þú velur þér fólk inn í hana eða um er að ræða þessa skemmtilegu fjölskyldu sem þú fæddist inn í.

Þú ert með mikið keppnisskap og verður bara fúll ef þú nærð ekki þeim árangri sem þú setur þér og rúmlega það. Þú hefur oft dottið á rassinn en staðið upp jafnharðan og haldið áfram sem ætti að vera skilaboð til okkar allra að fallið skiptir ekki máli heldur upprisan. Hvert ár virðist færa þig nær frelsinu og láta þér líða betur og gera þig svo dásamlega ánægðan í eigin skinni.

Þú ert að fara inn í tímabil með söng, að sjálfsögðu, og ýmiss konar öðrum gjörningi, eins og til dæmis sjónvarpsþáttum, uppistandi og fyrirlestrum.

Árstalan þín er átta og er hún tákn eilífðarinnar og mikils hraða sem þú átt eftir að skemmta þér dásamlega í.

Tækifærin sem þú færð verða eins og íslenski vindurinn; þau koma og fara snögglega. Þú þarft að vera fljótur að taka ákvarðanir, sem er þín sér listgrein, og segja já við hinu óvænta og ómögulega.

Þú staldrar við næsta haust í kringum afmælisdaginn þinn því þá ferðu inn í tólf mánaða tímabil þar sem þú hreinsar allt út sem þú vilt losa þig við, svona eins og maður tekur geymsluna og hendir úr henni og innréttar hana upp á nýtt. Það er alltaf eitthvað hægt að gera, það veistu.

Árið 2021 eru svo spennandi hlutir að sigla í kringum þig. Þeir eru upphafið af fersku tímabili sem telur átta ár.

Ástin verður alveg ljómandi góð á þessu tímabili en vandaðu þig vel því að þú ert tryggur og trúr og vilt tjalda lengur en til einnar nætur. Þú átt alltaf eftir að eiga heima á landinu okkar góða. En samt munt þú eiga annan samastað í öðru landi sem gæti verið Kanada, eða land líkt því.

Stjörnumerki Friðriks er Vog.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.