Hámaði í sig margmilljóna listaverk

Nokkurt uppnám varð á listasýningu í Miami í gær þegar einn sýningargripurinn var borðaður í listrænum gjörningi annars listamanns. Verkið sem um ræðir er eftir ítalska listamanninn Maurizio Cattelan og hefur verið selt á 120.000 bandaríkjadali, jafnvirði tæplega 15 milljóna króna.

Verkið er þó bara banani sem límdur er við vegg með öflugu límbandi. Maður að nafni David Datuna, sem segist gjörningalistamaður, reif bananann af veggnum og át hann.

„Listrænn gjörningur ... svangur listamaður,“ sagði Datuna, er hann borðaði bananann. „Takk fyrir, mjög gott,“ sagði hann sömuleiðis í myndbandi sem hann hefur birt af gjörningnum á instagramsíðu sinni. Þar sést að starfsmanni listasafnsins er ekki skemmt yfir uppátækinu og fjöldi fólks fylgist með.

„Ég elska listaverk Maurizos Cattelans og ég er virkilega hrifinn af þessu verki. Það er mjög bragðgott,“ skrifar Datuna á Instagram.

Bananinn er bara hugmyndin

Málið mun þó ekki hafa eftirmál fyrir Datuna. Hann skemmdi nefnilega ekki verkið, þrátt fyrir að hafa borðað það.

„Bananinn er hugmyndin,“ segir Lucien Terras, starfsmaður Galerie Perrotin, þar sem verkið er til sýnis, í samtali við dagblaðið Miami Herald. Virðið verksins er þannig ekki fólgið í bananum sjálfum. Honum er skipt reglulega út og var vara-banani límdur á vegginn um það bil fimmtán mínútum eftir að Datuna borðaði þann gamla.

Peggy Lebouef, stjórnandi listasafnsins, segir að kæra verði ólíklega lögð fram á hendur Datuna fyrir uppátækið. Hann var hins vegar beðinn að yfirgefa svæðið.

Ítalski listamaðurinn Maurizio Cattelan er sennilega best þekktur fyrir 18 karata gull-klósett, en það verk heitir America. Cattelan bauðst til þess að lána Donald Trump það skömmu eftir að hann tók við embætti forseta og vakti það mikla athygli.

Klósettið, sem er fullkomlega brúklegt til klósettafhafna, er metið á yfir hálfan milljarð íslenskra króna, en því var reyndar stolið fyrr á þessu ári úr Blenheim-höll í Bretlandi þar sem það var til sýnis.

Banani Cattelan var keyptur af frönskum listaverkasafnarara á tæpar 15 …
Banani Cattelan var keyptur af frönskum listaverkasafnarara á tæpar 15 milljónir íslenskra króna. Mynd frá listasýningunni í Miami á föstudag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant