Lilja Katrín átti að fá það óþvegið en Bóel sat í súpunni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri DV.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri DV. Ljósmynd/Aðsend

Bóel Guðlaugardóttir vissi ekki hvað á sig stóð veðrið þegar hún var að halda upp á afmæli sitt í gærkvöldi þegar heimili hennar varð fyrir eggjakasti. Eggin voru ekki ætluð henni heldur Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, ritstjóra DV.

Ástæða eggjakastsins er sú að í DV á föstudaginn var skrifuð grein um ungt tónlistarfólk sem býr enn þá í foreldrahúsum. Unga fólkið brást við þessari grein af mikilli festu og hvetur nú annað fólk til að sniðganga DV. Upplifði unga tónlistarfólkið að það hefði verið smánað á síðum DV. 

Til að hefna sína á ritstjóranum, Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, ákvað hópur fólks að kasta eggjum í heimili hennar en því miður fór hópurinn húsavillt og henti eggjum í heimili Bóelar Guðlaugardóttur sem fagnaði 30 ára afmæli sínu þetta kvöld. 

„Ég hélt að þetta væru krakkar í hverfinu að kasta snjóboltum en svo var bara egg á glugganum. Frekar spes og ég hélt að þetta væru bara krakkar að gera hrekk. Svo var mér bent á að þessi umfjöllun um Lilju hefði átt sér stað og áttaði mig þá á að þetta væri út af því. Hún er enn þá skráð á ja.is á þessu heimilisfangi,“ segir Bóel í samtali við mbl.is. 

Hún var ekki ánægð með þetta eggjakast og kom þeim skilaboðum til rappsenunnar á Íslandi að hún vildi að mynd af heimili hennar væri fjarlægð af Instagram. Herra Hnetusmjör, Aronmola og Birgir Hákon mættu heim til hennar í dag og þrifu upp eftir eggjakastið. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér hægt og hlustaðu á ráðleggingar og skoðanir þeirra sem eru vel að sér í þeim málum sem þig langar að kynna þér betur. Börnin reyna á þolrifin.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér hægt og hlustaðu á ráðleggingar og skoðanir þeirra sem eru vel að sér í þeim málum sem þig langar að kynna þér betur. Börnin reyna á þolrifin.