Ógnvekjandi samband við Daniel?

Gæðastundirnar eru ófáar.
Gæðastundirnar eru ófáar. Skjáskot

Einn af kostunum við sænska tónlistarþjónustueinvaldinn Spotify er árviss sundurliðun á hlustun ársins sem birtist í desember. Reyndar er hún ekki mjög ítarleg og upplýsingarnar, um okkur sem greinilega er safnað og haldið til haga, mætti vera skilað aftur til hlustenda mun nákvæmar. Þar sem við erum víst að klára síðasta ár áratugarins, þó að örugglega sé einhver til í rífast við mig um það, þá fylgja upplýsingar um hlustun áratugarins. Ekki nákvæmari en það þó að ég fékk einungis að vita hvaða tónlistarmann ég hlustaði mest á frá því að ég skráði mig til leiks árið 2013. Kaliforníski taktsmiðurinn og seiðmaðurinn Flying Lotus var það. Einnig var rifjað upp hvaða tónlistafólk ég hlustaði mest á á hverju ári og hvaða lag var mest spilað á hverju ári.

Þetta mun vera stórmál samkvæmt félögum mínum hjá Spotify.
Þetta mun vera stórmál samkvæmt félögum mínum hjá Spotify. Skjáskot

Öllu er pakkað saman í gagnvirkt fínirí. Og já, einvaldurinn komst að því að hlustunin sveiflaðist með árstíðunum. Í vor voru Flying Lotus, Scott Walker og Talk Talk í eyrunum á mér á meðan David Byrne, Brian Eno, James Blake sáu um veturinn. Mjög fyrirsjáanleg slagsíða er í minni hlustun enda kom það lítið á óvart að samkvæmt einhverju óskilgreindu línuriti sem fylgdi skýrslu Svíanna um mig, þá er art-pop ráðandi í minni hlustun. 

Það getur verið gagnlegt að flokka.
Það getur verið gagnlegt að flokka. Skjáskot

Algórythminn fær það út að ég hafi „uppgötvað“ 609 listamenn á árinu en ég hafi sérstaklega tengt við A Tribe Called Quest og að ég hafi „kannað“ 48 lög og hlustað á 7 plötur með sveitinni. Alls tólf klukkustundir í hlustun á rappgoðsagnirnar. Það er nokkuð ljóst að Svíarnir voru ekki að fylgjast með þegar ég var í skífuráði Bústaða á seinustu öld. 

Já, mjög heppin. Fyrirtækið er gjarnan metið á meira en …
Já, mjög heppin. Fyrirtækið er gjarnan metið á meira en 20 milljarða dollara. Skjáskot

Reyndar erum við Spotify, sem er skráð á hlutabréfamarkað, nokkuð náin því samkvæmt gagnasafni fyrirtækisins höfum við eytt heilum sextán vikum saman. 161.388 mínútur þar sem strákarnir á skrifstofunni í New York hafa skráð nokkuð samviskusamlega niður hvort ég sveiflist á milli þess að vera art-poppari, indí-rokkari eða bara elektró-haus.

Ekki skilja þetta þannig að ég hafi eitthvað á móti Spotify. Auðvitað elska ég að geta hlustað á nánast hvaða tónlist sem mér dettur í hug fyrir þrettán hundruð kall á mánuði. Öll fjölskyldan meira að segja. Nú verður líka samviskulega skráð niður hvað átta ára gamall sonur minn hlustar á þar til að hann hrekkur upp af sem verður vonandi ekki fyrr en á 22. öldinni. Hvað verða það margar mínútur af sænskum gæðastundum?

Það eru mikil lífsgæði að geta nálgast nánast hvaða tónlist …
Það eru mikil lífsgæði að geta nálgast nánast hvaða tónlist sem er án fyrirhafnar. Skjáskot

Þar sem ég hef sjálfur gefið út tónlist veit ég vel hvernig upplýsingarnar sem tónlistarfólk og útgáfur fá frá Spotify líta út. Þær eru ansi nákvæmar. Mánaðarleg greining á kyni, búsetu og aldri hlustenda er send frá fyrirtækinu en tölurnar uppfærast líka daglega. Markaðsdeildir hjá útgáfunum geta þannig krufið tölurnar og séð hvað virkar og hvað ekki. Það hefur svo sem alltaf verið hægt en það er ekki laust við að nákvæmnin og skilvirknin í þessu öllu saman sé ógnvekjandi. Gamlir art-popphundar geta kannski andað rólega með að skapa sinn tónlistarsmekk sjálfir en hvað um börnin…?

Annars hefur verið gefið út heilmikið af góðri tónlist á árinu og hér er lagalisti í boði einvaldsins þar sem eitthvað af því góðgæti sem kom út á árinu er að finna.      

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason