Öll bestu jólalögin í einni syrpu

Sigrún Ósk Jóhannesdóttir, Gígja Gylfadóttir, Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir og Ester …
Sigrún Ósk Jóhannesdóttir, Gígja Gylfadóttir, Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir og Ester Auðunsdóttir mynda acapella kvartettinn Lyrika. Ljósmynd/Aðsend

Hvað eiga jólalögin Ef ég nenni, Jólin eru að koma, Þú komst með jólin til mín og Jólahjól sameiginlegt (annað en að vera sígild jólalög)? Jú, þau eru öll að finna í splunkunýrri jólasyrpu kvennakvartettsins Lyrika sem þær gefa út í tilefni aðventunnar. 

„Við erum alltaf að leita leiða til að gera eitthvað frumlegt og skemmtilegt sem kemur okkur út fyrir þægindarammann,“ segir Sigrún Ósk Jóhannesdóttir, ein söngkvennanna. Ásamt henni mynda Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir, Ester Auðunsdóttir og Gígja Gylfadóttir kvartettinn. 

Lyrika er acapella kvartett og útsetja þær öll lögin sjálfar. „Það gefur ákveðinn sjarma og gerir flutninginn einstakan. Acapella-formið veitir okkur mikið frelsi til að skeyta saman lög og melódíur og þess vegna er svo gaman fyrir okkur að gera syrpur og flétta lög saman,“ segir Sigrún. 

Innlifunin er ósvikin hjá kvartettnum Lyrika í léttri og skemmtilegri …
Innlifunin er ósvikin hjá kvartettnum Lyrika í léttri og skemmtilegri jólasyrpu. Skjáskot/Youtube

Jólahrærigrautur fyrir alla

Í jólasyrpunni má finna brot úr nokkrum klassískum jólalögum sem eru ómissandi í jólaundirbúningnum. „Hugmyndin á bak við þessa nýútkomnu jólasyrpu er einfaldlega sprottin út frá því sem margir kannast við í aðdraganda jólanna; að sitja í bílnum á  leið í og úr vinnu, eða í stofunni heima með útvarpið í gangi og það eru alltaf sömu lögin sem rúlla á öllum útvarpsstöðvunum. Gígja tók sig síðan til og setti nokkur vel valin lög í góðan jólahrærigraut fyrir alla til að njóta,“ segir Sigrún. 

Í syrpunni, sem má sjá hér að neðan, er augljóst að stelpurnar ná vel saman en þær hafa sungið saman í fjöldamörg ár. Þær kynntust í kórastarfinu í Langholtskirkju en stofnuðu Lyrika árið 2009 í tilefni lagsmíðakeppni MH. Þar hlutu þær gullverðlaun og þá hafa þær einnig unnið til verðlauna í lagsmíðakeppni Versló og söngkeppni MH.

Lengst af sungu þær einnig með dömukórnum Graduale Nobili og ferðuðust og sungu um allan heim með Björk þegar hún fylgdi eftir sjöundu breiðskífu sinni, Biophilia. 

Öllu er tjaldað til í syrpunni, allt frá leikmunum til samhæfðra dansspora. Sjón er sögu ríkari. Lyrika verður á faraldsfæti á aðventunni þar sem þær munu setja hugljúfan blæ á jólastemninguna í miðbænum, verslunarmiðstöðvum og jólasamkomum víða um borg. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson