Rapparinn Juice WRLD látinn

Juice Wrld var meðal listamanna sem komu fram á iHeartRadio-tónlistarhátíðinni …
Juice Wrld var meðal listamanna sem komu fram á iHeartRadio-tónlistarhátíðinni í september sl. AFP

Bandaríski rapparinn Jarad Anthony Higgins eða Juice WRLD er látinn, 21 árs að aldri, eftir að hafa fengið flog á Chicago Midway-flugvellinum í Illinois-ríki í Bandaríkjunum.

Fréttastofa BBC segir frá þessu en það var vefmiðillinn TMZ sem greindi fyrst frá andláti rapparans.

Réttarmeinafræðingur í Cook-sýslu í Chicago staðfestir að rapparinn hafi látist fyrr í dag. Dánarorsök liggur ekki fyrir en vitað er að hann fékk flogakast. Lögregluyfirvöld í Chicago-borg rannsaka nú málið.

Rapparinn var best þekktur fyrir lögin All Girls Are the Same og Lucid Dreams sem urðu vinsæl á síðasta ári. Lucid Dreams náði öðru sæti á vinsældalistanum Billboard Hot 100 og í kjölfarið skrifaði rapparinn undir þriggja milljóna dollara plötusamning við útgáfufyrirtækið Interscope Record.

Platan hans Death Race for Love náði alla leið í efsta sæti Billboard-listans á þessu ári.

Margir aðdáendur rapparans sem og þekktir tónlistarmenn vottuðu virðingu sína á samfélagsmiðlum í dag.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason