Skapari Big Bird og Oscar the Grouch látinn

Caroll Spinney átti að baki fimm áratuga feril í barnaþáttunum …
Caroll Spinney átti að baki fimm áratuga feril í barnaþáttunum vinsælu Sesame-stræti. Ljósmynd/Twitter

Bandaríski brúðuleikarinn Caroll Spinney, sem gerði garðinn frægan fyrir leik sinn sem brúðan Big Bird og Oscar the Grouch í þáttunum kenndum við Sesame-stræti, er látinn 85 ára að aldri. Fréttastofa BBC greinir frá þessu.

Spinney lést á heimili sínu í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum en hann hafði háð baráttu við hreyfilömunarsjúkdóminn dystóníu í nokkurn tíma. Spinney hafði léð brúðunum líf frá því að sýningar á þáttunum hófust árið 1969 en settist í helgan stein á síðasta ári.

Í yfirlýsingu frá Sesame Workshop segir að Spinney hafi búið yfir „listrænni snilligáfu“ og hafi með umhyggju og ást tekið þátt í að móta Sesame-stræti frá upphafi.

Sjálfur hafði Spinney nýverið tjáð sig um mikilvægi þáttanna í sínu lífi. „Áður en ég kom í Sesame-stræti fannst mér ekki eins og ég væri að gera neitt mikilvægt. Big Bird hjálpaði mér að finna tilganginn í lífinu,“ sagði Spinney við það tækifæri.

Frammistaða hans í barnaþáttunum vinsælu skilaði honum tvennum Grammy-verðlaunum og sex Emmy-verðlaunum. Þá fékk hann frægðarstjörnu á Hollywood Walk of Fame-götunni í Los Angeles-borg árið 1994 og goðsagnarverðlaun löggjafarþings Bandaríkjanna árið 2000.

Spinney settist í helgan stein á síðasta ári. Hann glímdi …
Spinney settist í helgan stein á síðasta ári. Hann glímdi við hreyfilömunarsjúkdóm. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant