Birta Abiba í úrslit Miss Universe

Ungfrú Suður-Afríka var krýnd Miss Universe í gærkvöldi en fulltrúi Íslands, Birta Abiba Þórhallsdóttir, var meðal þeirra tíu sem komust í úrslit keppninnar. 

Zozibini Tunzi, 26 ára, var ákaft fagnað eftir að hafa flutt lokaræðuna á úrslitunum í gærkvöldi. Þar talaði hún um að vilja valdefla ungar konur til að auka sjálfstraust þeirra. „Ég ólst upp í heimi þar sem konur sem líta út eins og ég, með þennan húðlit og hár, voru aldrei álitnar fallegar,“ sagði Tunzi í ræðu sinni. „Ég held að það sé orðið tímabært að þetta breytist,“ bætti hún við.

Zozibini Tunzi er Miss Universe 2019.
Zozibini Tunzi er Miss Universe 2019. AFP

Alls tóku yfir 90 konur þátt í keppninni sem var haldin í Atlanta. Birta var ein þeirra sem komust í tíu kvenna úrslit en þær tvær sem þóttu sigurstranglegastar fyrir keppnina, ungfrú Taíland, Paweensuda Saetan-Drouin, og ungfrú Filippseyjar, Gazini Ganados, komust hins vegar ekki í tíu kvenna úrslitin. 

AFP

Ungfrú Búrma, Swe Zin Htet, komst ekki í úrslitin en hún komst í fréttirnar fyrir að vera fyrst kvenna í keppninni til að staðfesta opinberlega að vera samkynhneigð. Í viðtali við People-tímaritið sagði hún að þátttaka í keppninni hefði vonandi mjög mikil og jákvæð áhrif á LGBTQ-samfélagið í Búrma en samkynhneigð er ólögleg í landinu og má dæmda fólk í lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð.

Birta Abiba Þórhallsdóttir, fulltrúi Íslands í Miss Universe.
Birta Abiba Þórhallsdóttir, fulltrúi Íslands í Miss Universe. AFP

Í fyrra tók trans-kona í fyrsta skipti þátt í Miss Universe en það var ungfrú Spánn, Angela Ponce. 

AFP
Ungfrú Ísland, Birta Abiba Þórhallsdóttir, á sviðinu í Atlanta í …
Ungfrú Ísland, Birta Abiba Þórhallsdóttir, á sviðinu í Atlanta í gærkvöldi. AFP
Miss Universe 2019, Zozibini Tunzi, ungfrú Perú, Kelin Rivera, og …
Miss Universe 2019, Zozibini Tunzi, ungfrú Perú, Kelin Rivera, og ungfrú Ísland, Birta Abiba Þórhallsdóttir, á sviðinu í gær. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.