Grín besti undirbúningurinn fyrir aftakaveður

Gott grín er góður andlegur undirbúningur.
Gott grín er góður andlegur undirbúningur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum að veðurspár gera ráð fyrir aftakaveðri á öllu landinu í dag og fram á morgun. Það hefur að minnsta kosti ekki farið fram hjá íslenskum spéfuglum á Twitter sem hafa reytt af sér hvern brandarann á fætur öðrum á forritinu síðastliðinn sólarhring. Hér er brot af því besta. 

Bragi Valdimar tónlistarmaður er vígbúinn. 

Það er allt að verða klárt hjá Sóleyju Báru.

 Bobby Breiðholt hræðist ekki óveðrið. 

Þorsteinn Guðmundsson uppistandari með góðar hugmyndir að dægrastyttingu. 

Daníel Ólafsson vísar í fyrri brandara um óveður og aftakaveður.

Mamma Maríu Bjarkar fylgist vel með fréttum.

Heiður Anna hefur áhyggjur af jólakettinum. Hafið þó engar áhyggjur, jólakötturinn hefur verið bundinn niður. 

Dóri DNA rithöfundur er orðinn þreyttur á tilkynningum frá skólum. Veðrið hefur þó skapandi áhrif á rithöfundinn sem hefur einnig komið með tillögur að nýrri þáttaröð af Ófærð. 

Hrafn Jónson er efasemdamaður.

Andri Valur Ívarsson rifjar upp minningar um óveður.

Það er skarplega athugað hjá Gunnari nokkrum að björgunarsveitirnar verða til taks í dag.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.