Kókaín-sveinkapeysa óvart til sölu í Walmart

Peysan sem var tekin úr sölu hjá Walmart.
Peysan sem var tekin úr sölu hjá Walmart. Skjáskot

Jólapeysa sem var til sölu á vefsíðu verslunarinnar Walmart í Bandaríkjunum vakti bæði reiði og kátínu fjölda fólks þar vestanhafs nú á dögunum.

Á jólapeysunni er mynd af jólasveininum gera sig tilbúinn til þess að neyta fíkniefna og fyrir neðan hann stendur „Let it snow“. 

Peysan hefur verið tekin úr sölu af vefsíðu Walmart eftir að glöggur kaupandi benti versluninni á að þarna væri ekki teiknuð upp viðeigandi mynd af jólasveininum. 

Walmart hefur gefið út tilkynningu þar sem kemur fram að peysurnar hafi óvart verið seldar í vefverslun þeirra fyrir mistök. Peysurnar hafi verið keyptar frá Kanada þar sem annar söluaðili heldur utan um sölu á peysunum.

Engar skýringar var þó að finna frá Walmart varðandi vörulýsinguna sem fylgdi peysunni: „Besti snjórinn kemur beint frá Suður-Ameríku. Sveinki nýtur augnabliksins þegar hann nær sér í fyrsta flokks snjó frá Kólumbíu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant