Lopez hefði viljað strippa meira í Hustlers

„Þetta er í fyrsta skipti sem mér fannst ég vera …
„Þetta er í fyrsta skipti sem mér fannst ég vera berskjölduð. En ég togaði g-strenginn minn upp og gerði það sem ég þurfti að gera sem leikkona.“ AFP

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez hefði viljað fleiri senur af sér fækka fötum í kvikmyndinni Hustlers. Kvikmyndin fjallar um líf fatafellna í New York. 

Lopez sagði í viðtali við The Sun að það hefði verið mikilvægt að sýna að persóna hennar, Ramona, hefði ekki bara verið leiðtogi fatafellnanna heldur einnig stjarna staðarins. 

„Upphaflega var stóra atriðið mitt ekki í handritinu, en mér fannst mikilvægt að því væri komið inn. Áhorfandinn þarf að sjá að hún var stjarna staðarins. Ég þurfti að vera mjög ákveðin. Þetta var gríðarlega taugatrekkjandi að vera komin í búninginn í fyrsta skipti, ef búning má kalla,“ sagði Lopez. 

„Þetta er í fyrsta skipti sem mér fannst ég vera berskjölduð. En ég togaði g-strenginn minn upp og gerði það sem ég þurfti að gera sem leikkona. Þetta er vinnan mín, þetta er það sem ég skrifaði undir að gera. Ég fann hvernig ég valdelfdist og var með stjórn á herberginu. Tilfinningarnar fyrir og eftir voru gríðarlega ólíkar, frá algjörri hræðslu yfir í alsælu. Þetta var erfitt, ógnvænlegt en magnað,“ sagði Lopez. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson