Marie Fredriksson úr Roxette látin

Marie Fredriksson á tónleikum.
Marie Fredriksson á tónleikum. AFP

Sænska tónlistarkonan Marie Fredriksson er látin, 61 árs að aldri, en hún gerði garðinn frægan sem annar liðsmaður sænska poppdúettsins Roxette, sem naut mikilla vinsælda á níunda og tíunda áratugnum.

Marie Fredriksson og Per Gessle á tónleikum árið 2011.
Marie Fredriksson og Per Gessle á tónleikum árið 2011. AFP

Umboðsmaður Fredriksson greindi frá andláti hennar, að því er segir á vef BBC. Roxette sló í gegn með smellum á borð við The Look, Joyride og It Must Have Been Love. 

Umboðsmaður Fredriksson segir í yfirlýsingu að hún hafi látist í gær eftir að hafa glímt við krabbamein í 17 ár. 

 „Þú varst yndislegur vinur í rúm 40 ár,“ sagði tónlistarmaðurinn Per Geesle sem var hinn hluti Roxette-dúettsins. „Ekkert verður eins og það var,“ bætti hann við. 

Roxette árið 1999.
Roxette árið 1999. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.