„Þetta voru hræðileg jól“

Jökull Breki og Fannar Ingi skipa Hipsumhaps
Jökull Breki og Fannar Ingi skipa Hipsumhaps Baldur Kristjáns

Tvíeykið Hipsumhaps hefur sent frá sér jólalagið Veikur á jólunum. Fannar Ingi Friðþjófsson annar liðsmaður Hipsumhaps veit vel hvernig það er að vera veikur á jólunum. Hann samdi lagið þegar hann var sjálfur með hræðilega pest um jólin fyrir nokkrum árum.

„Ég var veikur öll jólin 2011, þetta voru hræðileg jól. Svo lýsandi texti fyrir það ástand sem ég var í að það hálfa væri nóg,“ segir Fannar um jólin 2011. Ekki nóg með að vera veikur heldur var hann í gargandi ástarsorg eins og hann lýsir.

Jólin 2019 stefna í að verða töluvert betri en árið 2011 og er Fannar kominn í þokkalegt jólaskap. Jólin koma samt ekki fyrir alvöru fyrr en systir hans mætir í bæinn með öll börnin sín. „Ég upplifi jólin svolítið í gegnum þau á aðfangadag heima hjá mömmu og pabba.“

Ásamt því að finna barnið í sjálfum sér með börnum systur sinnar er hefð hjá Fannari að skera út laufabrauð og fara í bingó með stórfjölskyldunni á jóladag.

Spurður hvort hann reyni markvisst að koma í veg fyrir að jólin 2011 endurtaki sig segist Fannar einfaldlega klæða sig vel, þvo sér um hendurnar og vona það besta.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.