14 ára barnastjarnan Jack Burns látinn

Jack Burns var elskaður af fjölskyldu sinni og vinum. Grunur …
Jack Burns var elskaður af fjölskyldu sinni og vinum. Grunur leikur á því að hann hafi lent í einelti í skóla. Skjáskot af Facebook

Barnastjarnan Jack Burns fannst látinn á heimili sínu 1. desember. Hann var aðeins fjórtán ára gamall. Yfirvöld í Skotlandi hafa ekki greint frá dánarorsök enn þá en viðbrögðin við fráfalli Burns hafa verið mikil. Grunur leikur á því að hann hafi lent í einelti í skóla eins og kemur fram í frétt The Daily Mail.

Burns, sem lék í þáttunum In Plain Sight og Retribution, þótti einstakur ballettdansari og var m.a. í Elite Academy of Dance. Hann komst inn í Glasgow Ballett-skólann þegar hann var einungis níu ára að aldri. Skólinn staðfesti dánarfregnirnar með því að gefa út tilkynningu um málið á Facebook á mánudag. 

„Við skrifum þessa þungbæru færslu með sorg í hjarta. Eins og mörg ykkar vita misstum við elskulegan nemanda okkar Jack Burns sunnudaginn 1. desember. Burns hafði áhrif á alla hér í skólanum og snerti við hjörtum okkar sem nutum þess að vinna með honum frá árinu 2012. Skólinn ásamt fjölskyldu hans eru harmi slegin yfir þessum fregnum og eigum fá orð að lýsa því hvernig okkur líður núna,“ segir í tilkynningu skólans.

Á vef Daily Mail má lesa um viðbrögð vina hans sem hafa verið mikil. „Hann átti ekki skilið það sem hann gekk í gegnum,“ er staðhæfing sem vekur upp grun um að hann hafi lent í einelti í skóla er sagt í fréttinni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.