Frjóir og frumlegir tónlistarmenn verðlaunaðir

Þessir listamenn hlutu Kraumsverðlaun í ár.
Þessir listamenn hlutu Kraumsverðlaun í ár. Ljósmynd/Aðsend

Between Mountains, Bjarki, Gróa, Hlökk, K.óla og Sunna Margrét hljóta Kraumsverðlaunin í ár. Þetta er í tólfta sinn sem Kraumur tónlistarsjóður Auroru velgerðasjóðs stendur fyrir afhendingu Kraumsverðlaunanna fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.    

Kraumsverðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. 

Gríðarleg gróska í íslensku tónlistarlífi! Fjölbreyttur hópur listamanna hlýtur Kraumsverðlaunin í ár fyrir plötur sínar: 

  • Between Mountains — Between Mountains
  • Bjarki — Happy Earthday
  • Gróa — Í glimmerheimi
  • Hlökk — Hulduljóð
  • óla — Allt verður alltílæ
  • Sunna Margrét — Art of History

Átta manna dómnefnd hlýddi á rúmlega 350 íslenskar plötur og útgáfur sem komu út á árinu við val sitt á Kraumsverðlaununum 2019.  

Alls hafa nú 69 hljómsveitir og listamenn nú hlotið Kraumsverðlaunin fyrir verk sín frá því þau voru fyrst veitt árið 2008. Meðal þeirra eru; Auður, Agent Fresco, Amiina, Anna Þorvaldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Ásgeir, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, GDRN, GKR, Gyða Valtýsdóttir, Helgi Hrafn Jónsson, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit, JFDR, Kælan mikla, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Misþyrming, Ojba Rasta, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Samaris, Sin Fang og Sóley. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson